Mál númer 201403282
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Tillaga bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar um að Mosfellsbær bregðist við fyrir hönd íbúanna og innheimti gjöld af þeim sem fara um Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1158. fundar bæjarráðs lögð fram á 623. fundi bæjarstjórnar.
- 20. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1158
Tillaga bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar um að Mosfellsbær bregðist við fyrir hönd íbúanna og innheimti gjöld af þeim sem fara um Mosfellsbæ.
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason ber upp tillögu um að Mosfellsbær bregðist við fyrir hönd íbúanna og innheimti gjöld af þeim sem fara um Mosfellsbæ. Undanþegnir gjaldinu eru þeir sem ekki innheimta slík gjöld af íbúum Mosfellsbæjar.
Þetta er vitaskuld táknrænt og til þess að vekja athygli á mótsögninni í því að íslenskir skattgreiðendur, sem bera þungan af kostnaði við að komast á ferðamannastaði þurfi líka að greiða inna þessi svæði. Mosfellingar hafa kostnað og óþægindi af þeim hundruðu þúsunda sem fara um bæinn og ósanngjarnt að þeir þurfi að greiða sumum þeirra gjald fyrir að fara um þeirra land.
Tillagan lögð fram.