Mál númer 201403401
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði leggur til að bæjarráð samþykki tímabundna breytingu/viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga í Mosfellsbæ varðandi frítt í sund fyrir nemendur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Frítt í sund - tilaga S lista.$line$Endurflyt hér með tillögu mína frá bæjarráðsfundinum með þeim breytingum að hún samræmist fréttinni á heimasíðu bæjarins.$line$Bæjarstjórn samþykkir tímabundna breytingu/viðauka/undanþágu við gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga í Mosfellsbæ sem er eftirfarandi.$line$Framhaldskólanemendum í Mosfellsbæ býðst að fara frítt í sund í sundlaugum bæjarins gegn framvísun skírteina þar að lútandi á meðan verkfall framhaldsskólakennara sem nú er hafið stendur yfir.$line$Tillaga þessi er lögð fram svo frétt, m.a. þessa efnis, á heimasíðu bæjarins hafi stoð í lögmætri ákvörðun um breytingu á gjaldskrá bæjarins.$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar.$line$ $line$Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun S- lista Samfylkingar.$line$Það er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar skuli ekki vilja leiðrétta þau mistök sem áttu sér stað með birtingu auglýsingar á heimasíðu bæjarins, með samþykki bæjarstjóra, um frítt í sund. Um er að ræða breytingu á gjaldskrá bæjarins sem eingöngu bæjarstjórn, eða bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, hefur heimild til að taka en ekki bæjarstjóri eða aðrir embættismenn. Röksemdir um fjárhagslegt sjálfstæði stofnana í þessu samband er út í hött sem og að það muni hefta frumkvæði starfsmanna bæjarins ef leggja þurfi hugmyndir þeirra undir þar til bæra aðila til samþykktar ef þess er þörf.$line$Benda má á í þessu sambandi að bæði borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs hafa samþykkt álíkar tillögur vegna sundstaða þessara bæjarfélaga.$line$Það skal tekið skírt fram að hugmyndin um frítt í sund fyrir framhaldskólanema á meðan verkfalli stendur er góð en tryggja þar að hún sé tekin með réttmætum hætti.$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Bæjarfulltrúar V- og D lista ítrekar þá stefnu Mosfellsbæjar sem mörkuð hefur verið um faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði stofnanna. $line$Ákvörðunin um að gefa framhaldsskólanemendum frítt í sund er ákvörðun sem tekin var af forstöðumanni íþróttamannvirkja í fullu samráði við framkvæmdastjóra menningarsviðs og bæjarstjóra. Ákvörðun þessi hefur að mati forstöðumanns og framkvæmdastjóra sviðs ekki áhrif á fjárhagsáætlun ársins. $line$Ákvörðunin samræmist vel stefnumótun bæjarins í íþrótta- og tómstundamálum þar sem stefnt er að því að hvetja einstaklinga og hópa til heilbrigðs tómstundastarfs. $line$Bæjarfulltrúar V og D lista fagnar þeirri ákvörðun að gefa framhaldsskólanemum frítt í sund á meðan á verkfallinu stendur og styðja hana heilshugar. Vonast er til að þetta styðji við framhaldsskólanemendur og verði þeim hvatning til að framfylgja námsmarkmiðum sínum.$line$$line$$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir því að fá upplýsingar um hvaða kostnað frítt í sund hefur í för með sér.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1158. fundar bæjarráðs samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1158
Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði leggur til að bæjarráð samþykki tímabundna breytingu/viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga í Mosfellsbæ varðandi frítt í sund fyrir nemendur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Tillaga áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jónasar Sigurðssonar.
Bæjarráð samþykkir tímabundna breytingu/viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga í Mosfellsbæ sem er eftirfarandi:
Framhaldskólanemendum í Mosfellsbæ, framhaldskólakennurum sem búa í Mosfellsbæ og kennurum sem starfa við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ býðst að fara frítt í sund í sundlaugum bæjarins gegn framvísun skírteina þar að lútandi á meðan verkfall framhaldsskólakennara sem nú er hafið stendur yfir.
Bókun með tillögunni.
Tillaga þessi er lögð fram svo frétt, m.a. þessa efnis, á heimasíðu bæjarins hafi stoð í lögmætri ákvörðun um breytingu á gjaldskrá bæjarins. Jafnframt er því bætt við það sem fram kemur í fréttinni að framhaldskólakennarar sem búa í Mosfellsbæ sem og til viðbótar kennarar sem starfa við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ standi það sama til boða. Í framhaldinu verði ákvörðun bæjarráðs sett sem frétt á heimasíðu bæjarins.Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun að gefa framhaldsskólanemum frítt í sund á meðan á verkfalli stendur og styður hana heilshugar. Bæjarráð vonar að þetta geti stutt við framhaldsskólanemendur og hvatt þá til að framfylgja námsmarkmiðum sínum.