Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. janúar 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Snjómokst­ur í Mos­fells­bæ 2013-2014201401435

    Kynning á snjómokstri og hálkueyðingu í Mosfellsbæ 2013-2014. Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætir á fundinn og fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingu.

    Þor­steinn Sig­valda­son deild­ar­stjóri tækni­deild­ar mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og gerði grein fyr­ir snjómokstri og hálku­vörn­um í Mos­fells­bæ vet­ur­inn 2013-2014. Síð­an tóku við fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um mál­ið. Sam­þykkt sam­hljóða.

    Bók­un full­trúa S-lista:
    Full­trúa S-lista þyk­ir mið­ur að meiri­hluti um­hverf­is­nefnd­ar skuli ekki sjá ástæðu til að bera það und­ir bæj­ar­ráð/bæj­ar­stjórn að verja meira fé í snjómokst­ur í íbúða­hverf­um. Ástand­ið í hverf­un­um vegna hálku hef­ur á köfl­um ver­ið hrika­legt síð­an um miðj­an des­me­ber og snjómokst­ur í lág­marki í íbúða­hverf­um. Hálku­slys eru heil­brigð­is­þjón­ust­unni mjög dýr, fyr­ir utan erf­ið­leik­ana og kostn­að­inn sem ein­stak­ling­ar lenda í vegna bein­brota. Meiri snjómokst­ur er besta leið­in til að leysa þann vanda og skora ég á bæj­ar­ráð/bæj­ar­stjórn að skoða mál­ið í stóra sam­heng­inu og grípa til að­gerða.

    • 2. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á saurkólíg­erl­um við Leiru­vog 2004-2010201109113

      Minnisblað Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi 2010-2013 lagt fram.

      Um­hverf­is­stjóri gerði grein fyr­ir minn­is­blaði Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is um saur­gerla­meng­un í Leiru­vogi dag­settu 7. janú­ar 2014. Síð­an tóku við um­ræð­ur um mál­ið og því vísað til um­hverf­is­sviðs sem er fal­ið er að gera stöðumat á vanda­mál­inu og tíma­áætlun um úr­bæt­ur.

      • 3. Til­lög­ur full­trúa Sam­fylk­ing­ar og Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í um­hverf­is­nefnd um verk­efni til vinnslu201311270

        Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.

        1) Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir hug­mynd­inni um var­an­leg­ar við­gerð­ir á bökk­um Var­már og lag­fær­ing­ar á göngu­stíg­um með­fram ánni. Nefnd­in fel­ur um­hverf­is­sviði að setja fram nán­ari út­færslu á verk­efn­inu, ásamt tíma­áætlun og kostn­að­ar­grein­ingu.

        2) Um­hverf­is­nefnd tek­ur und­ir það sjón­ar­mið að hug­að sé að sam­ræmdu út­liti göngu­brúa yfir Varmá.

        3) Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að kort­leggja vaxt­ar­svæði ágengra plöntu­teg­unda í öllu sveit­ar­fé­lag­inu næsta sum­ar og leggja drög að að­gerða­áæt­un í fram­haldi af þeirri kort­lagn­ingu. Jafn­framt er garð­yrkju­stjóra Mos­fells­bæj­ar fal­ið að vinna að eyð­ingu ágengra teg­unda á af­mörk­uð­um svæð­um í sveit­ar­fé­lag­inu á sumri kom­anda.

        4) Mál­inu er vísað til um­fjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar. Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu á of­an­vatns­lausn­um s.s. mal­arsí­um í þétt­býli ná­lægt ám og vötn­um.

        • 5. Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar fyr­ir janú­ar til maí 2014201401437

          Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir janúar til maí 2014, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.

          Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar fyr­ir árið 2014 lögð fram og sam­þykkt.

          • 6. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014201401438

            Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2013 lögð fram.

            Um­hverf­is­stjóri fór yfir verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár fyr­ir árið 2013. Um­hverf­is­stjóra fal­ið að vinna að sam­bæri­leg­um lista fyr­ir árið 2014 og verð­ur sá listi lagð­ur fyr­ir nefnd­ina. Nefnd­ar­mönn­um gefst kost­ur á að skila inn ábend­ing­um og til­lög­um fyr­ir sam­bæri­leg­um verk­efna­lista til 10. fe­brú­ar 2014. Nefnd­ar­mönn­um í um­hverf­is­nefnd gefst kost­ur á að skila inn ábend­ing­um og til­lög­um fyr­ir vænt­an­leg­um verk­efna­lista í síð­asta lagi fyr­ir 10. fe­brú­ar 2014.

            • 7. Um­hirðu­áætlun op­inna svæða, leik­valla og stofnana­lóða 2013-2014201312005

              Umhirðuáætlun garðyrkjudeildar Mosfellsbæjar 2013-2014 lögð fram en þar kemur fram kostnaður og umfang umhirðu við opin svæði, leikvelli og stofnanalóðir í Mosfellsbæ.

              Um­hverf­is­stjóri og garð­yrkju­stjóri gerðu grein fyr­ir um­hirðu­áætlun op­inna svæða, leik­valla og stofnana­lóða sem var síð­an tekin til um­ræðu.
              Um­hverf­is­nefnd vek­ur at­hygli á að æski­legt er að auknu fjár­magni verði veitt í þenn­an rekstr­arlið þann­ig að um­hirða í sveit­ar­fé­lag­inu verði betri.

              • 8. Nið­ur­skurð­ur fjár­veit­inga til frið­lýs­inga201401539

                Um er að ræða erindi Hildar Margrétardóttur til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna niðurskurðar á sviði friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun

                Um­hverf­is­nefnd lýs­ir yfir veru­leg­um áhyggj­um yfir nið­ur­skurði fjár­veit­inga til Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna frið­lýs­inga. Tvö svæði í Mos­fells­bæ eru í frið­lýs­ing­ar­ferli hjá Um­hverf­is­stofn­un að beiðni bæj­ar­ins, breyt­ing á mörk­um friðlands við Varmárósa og fólkvang­ur í Bring­um. Um­hverf­is­nefnd fer þess á leit við við bæj­ar­stjórn að mál­ið verði tek­ið til um­ræðu.

                Almenn erindi - umsagnir og vísanir

                • 4. Forn­minj­ar í Krika­hverfi, minn­is­blað KM201301405

                  Í samræmi við bókun skipulagsnefndar 26. nóvember 2013 er skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika send umhverfisnefnd til upplýsingar.

                  Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs gerði grein fyr­ir nið­ur­stöðu skýrslu forn­leifa­fræð­inga um ætl­að­ar forn­minj­ar í Krika­hverfi.
                  Um­hverf­is­nefnd mæl­ir með að minjarn­ar verði vernd­að­ar og sett verði upp fræðslu­skilti.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00