23. janúar 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Snjómokstur í Mosfellsbæ 2013-2014201401435
Kynning á snjómokstri og hálkueyðingu í Mosfellsbæ 2013-2014. Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætir á fundinn og fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingu.
Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir snjómokstri og hálkuvörnum í Mosfellsbæ veturinn 2013-2014. Síðan tóku við fyrirspurnir og umræður um málið. Samþykkt samhljóða.
Bókun fulltrúa S-lista:
Fulltrúa S-lista þykir miður að meirihluti umhverfisnefndar skuli ekki sjá ástæðu til að bera það undir bæjarráð/bæjarstjórn að verja meira fé í snjómokstur í íbúðahverfum. Ástandið í hverfunum vegna hálku hefur á köflum verið hrikalegt síðan um miðjan desmeber og snjómokstur í lágmarki í íbúðahverfum. Hálkuslys eru heilbrigðisþjónustunni mjög dýr, fyrir utan erfiðleikana og kostnaðinn sem einstaklingar lenda í vegna beinbrota. Meiri snjómokstur er besta leiðin til að leysa þann vanda og skora ég á bæjarráð/bæjarstjórn að skoða málið í stóra samhenginu og grípa til aðgerða.2. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Minnisblað Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi 2010-2013 lagt fram.
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir minnisblaði Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis um saurgerlamengun í Leiruvogi dagsettu 7. janúar 2014. Síðan tóku við umræður um málið og því vísað til umhverfissviðs sem er falið er að gera stöðumat á vandamálinu og tímaáætlun um úrbætur.
3. Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd um verkefni til vinnslu201311270
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
1) Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir hugmyndinni um varanlegar viðgerðir á bökkum Varmár og lagfæringar á göngustígum meðfram ánni. Nefndin felur umhverfissviði að setja fram nánari útfærslu á verkefninu, ásamt tímaáætlun og kostnaðargreiningu.
2) Umhverfisnefnd tekur undir það sjónarmið að hugað sé að samræmdu útliti göngubrúa yfir Varmá.
3) Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að kortleggja vaxtarsvæði ágengra plöntutegunda í öllu sveitarfélaginu næsta sumar og leggja drög að aðgerðaáætun í framhaldi af þeirri kortlagningu. Jafnframt er garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar falið að vinna að eyðingu ágengra tegunda á afmörkuðum svæðum í sveitarfélaginu á sumri komanda.
4) Málinu er vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskar eftir kynningu á ofanvatnslausnum s.s. malarsíum í þéttbýli nálægt ám og vötnum.
5. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir janúar til maí 2014201401437
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir janúar til maí 2014, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2014 lögð fram og samþykkt.
6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2013 lögð fram.
Umhverfisstjóri fór yfir verkefnalista Staðardagskrár fyrir árið 2013. Umhverfisstjóra falið að vinna að sambærilegum lista fyrir árið 2014 og verður sá listi lagður fyrir nefndina. Nefndarmönnum gefst kostur á að skila inn ábendingum og tillögum fyrir sambærilegum verkefnalista til 10. febrúar 2014. Nefndarmönnum í umhverfisnefnd gefst kostur á að skila inn ábendingum og tillögum fyrir væntanlegum verkefnalista í síðasta lagi fyrir 10. febrúar 2014.
7. Umhirðuáætlun opinna svæða, leikvalla og stofnanalóða 2013-2014201312005
Umhirðuáætlun garðyrkjudeildar Mosfellsbæjar 2013-2014 lögð fram en þar kemur fram kostnaður og umfang umhirðu við opin svæði, leikvelli og stofnanalóðir í Mosfellsbæ.
Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri gerðu grein fyrir umhirðuáætlun opinna svæða, leikvalla og stofnanalóða sem var síðan tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd vekur athygli á að æskilegt er að auknu fjármagni verði veitt í þennan rekstrarlið þannig að umhirða í sveitarfélaginu verði betri.8. Niðurskurður fjárveitinga til friðlýsinga201401539
Um er að ræða erindi Hildar Margrétardóttur til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna niðurskurðar á sviði friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisnefnd lýsir yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði fjárveitinga til Umhverfisstofnunar vegna friðlýsinga. Tvö svæði í Mosfellsbæ eru í friðlýsingarferli hjá Umhverfisstofnun að beiðni bæjarins, breyting á mörkum friðlands við Varmárósa og fólkvangur í Bringum. Umhverfisnefnd fer þess á leit við við bæjarstjórn að málið verði tekið til umræðu.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM201301405
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar 26. nóvember 2013 er skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika send umhverfisnefnd til upplýsingar.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir niðurstöðu skýrslu fornleifafræðinga um ætlaðar fornminjar í Krikahverfi.
Umhverfisnefnd mælir með að minjarnar verði verndaðar og sett verði upp fræðsluskilti.