18. ágúst 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vegur að Helgafellstorfu, deiliskipulag2010081680
Áður á dagskrá 1036. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: JBH, HSv, JJB, ÓG, JS og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja gildistöku deiliskipulags fyrir aðkomugötu
að Helgafellstorfu eins og hún var afgreidd af 290. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
<BR>Ekki hefur verið um það ágreiningur að vegtenging að Helgafellstorfunni sé alfarið á forræði og kostnað Helgafellsbygginga hf.
Tímasetning þess áfanga sem er innan Helgafellstorfunnar, og ráðgert er að Mosfellsbær framkvæmi, verður ákveðin á síðari <BR>stigum og þá í tengslum við gerð samkomulags við landeigendur og með því að setja framkvæmdina á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð felur embættismönnum að kynna þennan skilning sinn fyrir aðilum máls.
2. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Áður á dagskrá 1034. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að heimila útboð á uppsteypu. Niðurstöður útboðsins eru hjálagt.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hamarsfell byggingafélag ehf.
um uppsteypu hjúkrunarheimilis og telst samningur kominn á við undirritun samnings.
3. Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla201107057
Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað vegna fjarveru framkvæmdastóra umhverfissviðs.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JBH og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhvefissviðs að undirbúa svar til bréfritara.
4. Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar201106019
Áður á dagskrá 1033. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa. Umsögnin verður lögð á fundargátt fyrir hádegi á morgun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi drög að umsögn inn til umhverfisráðuneytisins.
5. Erindi SSH vegna almenningssamgangna á Álftanes201106186
Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið. Tillaga hans um bókun er hjálögð.
Til máls tóku: HSv, HS, JS, JJB og BH.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir framkomna ósk Álftanes vegna<BR>tímabundinnar breyttrar þjónustu við sveitarfélagið.<BR>Bæjarráð áréttar að hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða sem hefur ekki fordæmisgildi.
6. Hækkun á þjónustusamningi dagforeldra201107030
Til máls tóku: HSv, HS, BH, JJB, JS og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum hækkun á þjónustusamningi við dagforeldra um kr. 2.800 eða úr 35.000 í 37.800 kr.
Áhrif þessarar hækkunar vegna ársins 2011 verði tekin af liðnum ófyrirséð.
7. Árshlutareikningur Strætó bs201108657
Til máls tóku: HS, BH og JJB.
Árshlutareikningurinn lagður fram. Árshlutareikningurinn jafnframt sendur fjármálastjóra til upplýsingar.
8. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar201108261
Til máls tóku: HS, JS, HSv, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillaga frá SSH þess efnis að Framtíðarhópur SSH stýri og verði meginkjarni
samstarfsvettvangs höfuðborgarsvæðisins og kalli til þátttöku fulltrúa atvinnulífsins og vinnumarkaðarins.
Jafnframt samþykkt að óska eftir hugmyndum Þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar um verkefni í þessu sambandi.
9. Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6201108656
Til máls tóku: HS, JS, HSv og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
10. Áhrif verkfalls leikskólakennara201107098
Dagskrárliðurinn er að ósk Jóns Jósefs Bjarnasonar en einnig mun bæjarstjóri gera grein fyrir mati á áhrifum komi til verkfalls.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH og JS.
Umræður urðu um stöðu kjarasamningsviðræðna við félag leikskólakennara, boðað verkfall og hugsanleg áhrif þess á samfélagið
og var bæjarstjóra falið að upplýsa samband íslenskra sveitarfélaga og SSH um þau sjónarmið sem þar komu fram.