Mál númer 201602022
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra. Umsögn þessi liggur nú fyrir og er lögð fram.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar þykir miður að fulltrúar D- og S-lista í bæjarráði skuli hafa hafnað þeirri tillögu að stofna umhverfisverkefnasjóð. Tillagan fól í sér að efla áhuga íbúa á náttúruvernd og ýta undir þátttöku þeirra í því samfélagslega brýna verkefni að efla umhverfisvitund og standa vörð um mikilvæg vistkerfi.
Aldrei áður hefur verið jafnmikil þörf fyrir frumkvæði í umhverfisverndarmálum. Með því að hafna stofnun sjóðsins gefa fulltrúar D- og S-listi frá sér árangursríka aðferð til að vekja áhuga íbúa og samtaka á þessu mest aðkallandi verkefni samtímans. Þeir skila auðu í stað þess að fjárfesta í framtíðinni.
Sigrún H PálsdóttirBókun D-, V- og S- lista
Mosfellsbær hefur metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum sem unnið er eftir. Vel er haldið utan um slík verkefni af starfsmönnum á umhverfissviði og í umhverfisnefnd. Bæjarstjórn telur ekki skynsamlegt að stofna sérstakan umhverfisverkefnasjóð. Skynsamlegra er að beina fjármunum í sérstök verkefni sem snúa að umhverfismálum í tengslum við fjárhagáætlun ár hvert, verkefnum einstakra sviða og skv. áherslum umhverfisnefndar.Afgreiðsla 1251. fundar bæjarráðs samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1251
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra. Umsögn þessi liggur nú fyrir og er lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að settur verði á fót starfshópur mannaður sérfræðingum á sviði náttúruverndar, fulltrúum íbúa og 1 kjörnum fulltrúa frá hverju framboði fyrir sig til að undirbúa stofnun umhverfisverkefnasjóðs. Einnig fulltrúum frá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Hlutverk starfshópsins verði að leggja línurnar fyrir stofnun sjóðsins sem síðan yrðu ræddar á opnum fundi með íbúum. Undirbúningi verði lokið í byrjun október og þá liggi fyrir markmið sjóðsins, helstu verkefni og tillaga að upphæð styrktarfjár.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þá afstöðu D-, S- og V-lista í bæjarráði að slá út af borðinu tillögu Íbúahreyfingarinnar um að stofna umhverfisverkefnasjóð. Tillagan hefur að markmiði að efla náttúruvernd í Mosfellsbæ og vekja áhuga bæjarbúa á verkefnum í hennar þágu. Eins og svo oft drukknaði tillaga Íbúahreyfingarinnar í aðdróttunum fulltrúa D-, S- og V-lista um ranga málsmeðferð. Íbúahreyfingunni þykir það verulega miður og ekki þjóna hagsmunum íbúa.
Upphafleg tillaga hljóðaði svo:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að stofnaður verði umhverfisverkefnasjóður á borð við listasjóð Mosfellsbæjar. Verkefni eins og skógrækt, uppgræðsla lands, hefting ágengra tegunda, endurheimt lífríkis og umhverfisfræðsla ættu skjól í þessum sjóði. Sú tillaga var tekin fyrir bæði við 1. og 2. umræðu fjárhagsáætlunar 2016 og var henni vísað til umsagnar umhverfissviðs.Bókun bæjarráðs
Mosfellsbær hefur metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum sem unnið er eftir. Vel er haldið utan um slík verkefni af starfsmönnum á umhverfissviði og í umhverfisnefnd. Bæjarráð telur ekki skynsamlegt að mynda sérstakan starfshóp til að undirbúa stofnun umhverfisverkefnassjóðs. Skynsamlegra er að beina fjármunum í sérstök verkefni sem snúa að umhverfismálum í tengslum við fjárhagsáætlun ár hvert, verkefnum einstakra sviða og skv. áherslum umhverfisnefndar.