Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. desember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing fyr­ir árið 2017201611276

    Erindi frá Yrkjusjóði, beiðni um styrk fyrir árið 2017. Erindinu var frestað á síðasta fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær veiti Yrkju - sjóði æsk­unn­ar til rækt­un­ar lands­ins um­beð­inn styrk. Vigdís Finn­boga­dótt­ir kom verk­efn­inu á fót til að efla skógrækt á Ís­landi. Sjóð­ur­inn gegn­ir þýð­ing­ar­miklu upp­eld­is­hlut­verki og er markmið hans að kveikja áhuga skóla­barna á skógrækt, kenna þeim að planta trjám og vekja til vit­und­ar um gildi þess að rækta land­ið.
    Yrkju­sjóð­ur gef­ur grunn­skól­um sem þess óska plönt­ur. Sam­tals hafa mos­fellsk skóla­börn feng­ið um og yfir 13 þús­und plönt­ur að gjöf frá sjóðn­um. Nú er erfitt í ári hjá Yrkju. Til að draga úr lík­um á því að sjóð­ur­inn og um­hverf­is­fræðslu­st­arf hans legg­ist af ósk­ar Íbúa­hreyf­ing­in eft­ir því að bæj­ar­ráð veiti hon­um styrk­inn.

    Bók­un D-, S- og V-lista.
    Við telj­um að rétt­ast sé að vísa um­ræddu er­indi frá Yrkju­sjóði til um­hverf­is­nefnd­ar sem er fag­nefnd­in í skóg­rækt­ar­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins. Nefnd­in geri um­sögn til bæj­ar­ráðs um mál­ið og þar verði lit­ið til þess hvern­ig er­ind­ið rím­ar við skóg­rækt­ar­starf í grunn­skól­um bæj­ar­ins.

  • 2. Bugðu­tangi 16 og 18 - Skemmd­ir á þaki201609158

    Ósk um þátttöku í kostnaði vegna skemmda í þaki. Erindinu var frestað á síðasta fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

  • 3. Helga­fells­skóli201503558

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út verktakavinnu við uppsteypu 1.áfanga Helgafellsskóla.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út verk­taka­vinnu við upp­steypu 1. áfanga Helga­fells­skóla.

    • 4. Jafn­launa­út­tekt PWC201611186

      Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ. Minnisblað mannauðsstjóra lagt fram.

      Lagt fram.

      • 5. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

        Lögð fram útfærsla á lýðræðisverkefni til umfjöllunar og samþykktar.

        Um­ræð­ur fóru fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til af­greiðslu á næsta fundi bæj­ar­ráðs.

        • 6. Mál­efni heilsu­gæsl­unn­ar í Mos­fells­bæ201610288

          Farið verður yfir málefni Heilsugæslu Mosfellsumdæmis vegna fyrirhugaðrar breytingar á vaktþjónustu.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar harm­ar þjón­ustu­skerð­ingu Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins við íbúa Mos­fellsum­dæm­is vegna breyt­inga á kvöld og næt­ur­vökt­um. Ástæða er til að hafa áhyggj­ur af mönn­un Heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar í kjöl­far yf­ir­lýstr­ar óánægju starf­andi lækna með breyt­ing­una og áhrif­um henn­ar á dreifð­ar byggð­ir svæð­is­ins. Bæj­ar­ráð velt­ir því upp hvort þjóð­hags­lega hag­kvæmt sé að eina næt­ur­þjón­ust­an sem bjóð­ist íbú­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé bráða­deild Land­spít­ala.

          Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að heilsu­gæsl­an sé fyrsti við­komu­stað­ur íbúa þeg­ar þeir leita heil­brigð­is­þjón­ustu. Heilsu­gæsl­una þarf að efla og tryggja að nægu fjár­magni sé var­ið til rekstr­ar­ins. Stytta þarf bið­tíma sjúk­linga, bæta sál­fræði­þjón­ustu og heima­hjúkr­un.
          Bæj­ar­ráð legg­ur mikla áherslu á að síð­deg­is­vakt­in verði lengd í kjöl­far þeirra breyt­inga sem boð­að­ar hafa ver­ið.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:37