16. október 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar verklagsreglur um ritun fundargerða hjá nefndum bæjarins, sem Bæjarráð samþykkti á 1091. fundi að innleiða.
Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar verklagsreglur um ritun fundargerða hjá nefndum bæjarins, sem Bæjarráð samþykkti á 1091. fundi að innleiða.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Skipulagsnefnd lýsir ánægju sinni með framkomnar verklagsreglur.
2. Jónstótt 123665: umsókn um breytingu á innra skipulagi201207062
Umsókn eigenda Jónstóttar um að breyta hluta hússins í gistiheimili var grenndarkynnt með bréfi 30.8.2012 sem sent var einum aðila. Athugasemdafrestur var til 28.9.2012. Svarbréf barst frá framkvæmdastjóra Gljúfrasteins dags. 28.9.2012. Í því eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina, en óskað eftir því að ef eigendur Jónstóttar hyggi síðar á frekari framkvæmdir eða stækkun gistiheimilis, þá fái stjórn Gljúfrasteins tækifæri til að fjalla um það. Í bréfinu og fylgigögnum er síðan fjallað nánar um starfsemina á Gljúfrasteini og áform sem uppi hafa verið um að bæta aðstöðu safnsins og aðkomu að því með byggingu móttökuhúss handan Köldukvíslar gegnt Gljúfrasteini. Minnt er á það að í samstarfssamningi Mosfellsbæjar og forsætisráðuneytisins frá 2004 kemur fram að Mosfellsbær muni hafa forgöngu um gerð deiliskipulags á svæðinu.
Umsókn eigenda Jónstóttar um að breyta hluta hússins í gistiheimili var grenndarkynnt með bréfi 30.8.2012 sem sent var einum aðila. Athugasemdafrestur var til 28.9.2012. Svarbréf barst frá framkvæmdastjóra Gljúfrasteins dags. 28.9.2012. Í því eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina, en óskað eftir því að ef eigendur Jónstóttar hyggi síðar á frekari framkvæmdir eða stækkun gistiheimilis, þá fái stjórn Gljúfrasteins tækifæri til að fjalla um það. Í bréfinu og fylgigögnum er síðan fjallað nánar um starfsemina á Gljúfrasteini og áform sem uppi hafa verið um að bæta aðstöðu safnsins og aðkomu að því með byggingu móttökuhúss handan Köldukvíslar gegnt Gljúfrasteini. Minnt er á það að í samstarfssamningi Mosfellsbæjar og forsætisráðuneytisins frá 2004 kemur fram að Mosfellsbær muni hafa forgöngu um gerð deiliskipulags á svæðinu.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi fyrir innanhússbreytingum og breytingu á notkun samkvæmt umsókninni þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.3. Mótmæli íbúa vegna malarflutninga um Þormóðsdal201210093
Lagt fram bréf undirritað af 10 (12?) íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. (Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.)
Lagt fram bréf undirritað af 12 íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna rekstraraðila Seljadalsnámu með vísan í lög nr. 44/1999 að öll frekari námuvinnsla þar sé þegar í stað óheimil á meðan ekki hefur verið veitt fyrir henni framkvæmdaleyfi.
4. Reykjahvoll 41, byggingarreitur fyrir bílageymslu201210095
Hallur Kristvinsson óskar 10. október 2012 f.h. Kristínar Ólafsdóttur eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina Reykjahvol 41 verði tekin til meðferðar sem óveruleg breyting. Breytingin felst í því að bæta inn á lóðina byggingarreit fyrir bílageymslu, sem verði felld inn í brekkuna sunnan hússins.
Hallur Kristvinsson óskar 10. október 2012 f.h. Kristínar Ólafsdóttur eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina Reykjahvol 41 verði tekin til meðferðar sem óveruleg breyting. Breytingin felst í því að bæta inn á lóðina byggingarreit fyrir bílageymslu, sem verði felld inn í brekkuna sunnan hússins.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir eigendum lóða/húsa nr. 35, 37 og 39 við Reykjahvol sem tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
5. Landsskipulagsstefna 2013-2024, ósk um umsögn201210004
Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs. (Tillagan og fylgigögn hennar liggja frammi á www.landsskipulag.is)
Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs.
Frestað.6. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra og mynd af fræðsluskilti í Ævintýragarði.
Á fundinn mættu umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri og gerðu grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra og mynd af fræðsluskilti í Ævintýragarði. Á fundinn mættu umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Skipulagsnefnd óskar eftir uppfærðri framkvæmdaáætlun fyrir Ævintýragarð.