Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. október 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

    Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar verklagsreglur um ritun fundargerða hjá nefndum bæjarins, sem Bæjarráð samþykkti á 1091. fundi að innleiða.

    Lagð­ar fram til kynn­ing­ar end­ur­skoð­að­ar verklags­regl­ur um rit­un fund­ar­gerða hjá nefnd­um bæj­ar­ins, sem Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1091. fundi að inn­leiða.

    Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.

    Skipu­lags­nefnd lýs­ir ánægju sinni með fram­komn­ar verklags­regl­ur.

    • 2. Jón­st­ótt 123665: um­sókn um breyt­ingu á innra skipu­lagi201207062

      Umsókn eigenda Jónstóttar um að breyta hluta hússins í gistiheimili var grenndarkynnt með bréfi 30.8.2012 sem sent var einum aðila. Athugasemdafrestur var til 28.9.2012. Svarbréf barst frá framkvæmdastjóra Gljúfrasteins dags. 28.9.2012. Í því eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina, en óskað eftir því að ef eigendur Jónstóttar hyggi síðar á frekari framkvæmdir eða stækkun gistiheimilis, þá fái stjórn Gljúfrasteins tækifæri til að fjalla um það. Í bréfinu og fylgigögnum er síðan fjallað nánar um starfsemina á Gljúfrasteini og áform sem uppi hafa verið um að bæta aðstöðu safnsins og aðkomu að því með byggingu móttökuhúss handan Köldukvíslar gegnt Gljúfrasteini. Minnt er á það að í samstarfssamningi Mosfellsbæjar og forsætisráðuneytisins frá 2004 kemur fram að Mosfellsbær muni hafa forgöngu um gerð deiliskipulags á svæðinu.

      Um­sókn eig­enda Jón­st­ótt­ar um að breyta hluta húss­ins í gisti­heim­ili var grennd­arkynnt með bréfi 30.8.2012 sem sent var ein­um að­ila. At­huga­semda­frest­ur var til 28.9.2012. Svar­bréf barst frá fram­kvæmda­stjóra Gljúfra­steins dags. 28.9.2012. Í því eru ekki gerð­ar at­huga­semd­ir við um­sókn­ina, en óskað eft­ir því að ef eig­end­ur Jón­st­ótt­ar hyggi síð­ar á frek­ari fram­kvæmd­ir eða stækk­un gisti­heim­il­is, þá fái stjórn Gljúfra­steins tæki­færi til að fjalla um það. Í bréf­inu og fylgigögn­um er síð­an fjallað nán­ar um starf­sem­ina á Gljúfra­steini og áform sem uppi hafa ver­ið um að bæta að­stöðu safns­ins og að­komu að því með bygg­ingu mót­töku­húss hand­an Köldu­kvísl­ar gegnt Gljúfra­steini. Minnt er á það að í sam­starfs­samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins frá 2004 kem­ur fram að Mos­fells­bær muni hafa for­göngu um gerð deili­skipu­lags á svæð­inu.

      Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.

      Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að veitt verði leyfi fyr­ir inn­an­húss­breyt­ing­um og breyt­ingu á notk­un sam­kvæmt um­sókn­inni þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.
      Sam­þykkt sam­hljóða.

      • 3. Mót­mæli íbúa vegna malar­flutn­inga um Þor­móðs­dal201210093

        Lagt fram bréf undirritað af 10 (12?) íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. (Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.)

        Lagt fram bréf und­ir­ritað af 12 íbú­um og eig­end­um frí­stunda­húsa í ná­grenni Hafra­vatns­veg­ar, þar sem mót­mælt er malar­flutn­ing­um um Þor­móðs­dal og Hafra­vatns­veg vegna ónæð­is, meng­un­ar og hættu sem af þeim stafi. Skipu­lags­full­trúi upp­lýs­ir að um­sókn um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir grjót­nám í Selja­dal hafi ver­ið í vinnslu frá því í júní s.l. Frá 1. júlí 2012 er efn­istaka sem hafin var fyr­ir 1. júlí 1999 háð fram­kvæmda­leyfi eins og önn­ur efn­istaka, sbr. lög nr. 44/1999 og um­fjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.

        Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.

        Nefnd­in sam­þykk­ir sam­hljóða að fela skipu­lags­full­trúa að til­kynna rekstr­ar­að­ila Selja­dals­námu með vís­an í lög nr. 44/1999 að öll frek­ari námu­vinnsla þar sé þeg­ar í stað óheim­il á með­an ekki hef­ur ver­ið veitt fyr­ir henni fram­kvæmda­leyfi.

        • 4. Reykja­hvoll 41, bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir bíla­geymslu201210095

          Hallur Kristvinsson óskar 10. október 2012 f.h. Kristínar Ólafsdóttur eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina Reykjahvol 41 verði tekin til meðferðar sem óveruleg breyting. Breytingin felst í því að bæta inn á lóðina byggingarreit fyrir bílageymslu, sem verði felld inn í brekkuna sunnan hússins.

          Hall­ur Krist­vins­son ósk­ar 10. októ­ber 2012 f.h. Krist­ín­ar Ólafs­dótt­ur eft­ir því að með­fylgj­andi til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi varð­andi lóð­ina Reykja­hvol 41 verði tekin til með­ferð­ar sem óveru­leg breyt­ing. Breyt­ing­in felst í því að bæta inn á lóð­ina bygg­ing­ar­reit fyr­ir bíla­geymslu, sem verði felld inn í brekk­una sunn­an húss­ins.

          Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.

          Nefnd­in sam­þykk­ir sam­hljóða að fela skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna til­lög­una fyr­ir eig­end­um lóða/húsa nr. 35, 37 og 39 við Reykja­hvol sem til­lögu að óveru­legri breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

          • 5. Lands­skipu­lags­stefna 2013-2024, ósk um um­sögn201210004

            Skipulagsstofnun óskar 24. september 2012 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar á 1092. fundi bæjarráðs. (Tillagan og fylgigögn hennar liggja frammi á www.landsskipulag.is)

            Skipu­lags­stofn­un ósk­ar 24. sept­em­ber 2012 eft­ir um­sögn Mos­fells­bæj­ar um til­lögu að lands­skipu­lags­stefnu 2013-2024 og til­heyr­andi um­hverf­is­skýrslu. Vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar á 1092. fundi bæj­ar­ráðs.
            Frestað.

            • 6. Fram­kvæmd­ir í Æv­in­týragarði201206253

              Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra og mynd af fræðsluskilti í Ævintýragarði.

              Á fund­inn mættu um­hverf­is­stjóri og garð­yrkju­stjóri og gerðu grein fyr­ir fram­gangi fram­kvæmda í Æv­in­týragarði, sbr. bók­un á 324. fundi. Lagt fram minn­is­blað um­hverf­is­stjóra og mynd af fræðslu­skilti í Æv­in­týragarði. Á fund­inn mættu um­hverf­is­stjóri og garð­yrkju­stjóri.

              Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.

              Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir upp­færðri fram­kvæmda­áætlun fyr­ir Æv­in­týra­garð.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00