Mál númer 201210093
- 24. október 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #591
Lagt fram bréf undirritað af 10 (12?) íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. (Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.)
Lagt fram bréf undirritað af 12 íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi.$line$$line$Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna rekstraraðila Seljadalsnámu með vísan í lög nr. 44/1999 að öll frekari námuvinnsla þar sé þegar í stað óheimil á meðan ekki hefur verið veitt fyrir henni framkvæmdaleyfi.$line$$line$Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 16. október 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #329
Lagt fram bréf undirritað af 10 (12?) íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. (Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.)
Lagt fram bréf undirritað af 12 íbúum og eigendum frístundahúsa í nágrenni Hafravatnsvegar, þar sem mótmælt er malarflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Skipulagsfulltrúi upplýsir að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám í Seljadal hafi verið í vinnslu frá því í júní s.l. Frá 1. júlí 2012 er efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og önnur efnistaka, sbr. lög nr. 44/1999 og umfjöllun um mál nr. 201206102 á 323. fundi.
Til máls tóku EP, OG, EF, BH, JE, HB, ÁÞ og FB.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna rekstraraðila Seljadalsnámu með vísan í lög nr. 44/1999 að öll frekari námuvinnsla þar sé þegar í stað óheimil á meðan ekki hefur verið veitt fyrir henni framkvæmdaleyfi.