13. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskrá201012288
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS, JS, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja nýja gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
2. Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslna201012263
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS, BH, JS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs um málið.
3. Reglur um sérstakar húsaleigubætur201010137
Áður á dagskrá 1011. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS, JS, Hsv, JJB, BH og ÓG.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið fjölskyldunefndar að skoða þurfi reglur um sérstakar húsaleigubætur með það að leiðarljósi að þær mæti sem best þörfum íbúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir því við fjölskyldunefnd að málið verði skoðað áfram.
4. Erindi Hauks Skúlasonar varðandi systkinaafslátt201012269
Áður á dagskrá 1011. þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin hjálögð.
Til máls tóku: HS, JJB, JS, BH, ÓG og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna erindinu.
Jafnframt er framkvæmdastjóra fræðslusviðs falið að vinna að endurskoðun reglna um systkinaafslátt.
5. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Til máls tóku: HS, BH, HSv, JJB, JS og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagðan hönnunarsamning, skipurit og tímaáætlun verkefnisins.
6. Verkfallslisti sbr. lög 94/1986200912059
Til máls tóku: HS og JS.
Verkfallslisti lagður fram og samþykktur með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að birta hann í samræmi við venjur.
7. Eldra íþróttahús að Varmá - þakleki201010152
Frestað.
8. Erindi Lögmanna varðandi vatnstöku úr landi Laxnes I201101060
Frestað.
9. Endurfjármögnun201101153
Til máls tóku: HS, HSv og JJB.
<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 35.4pt"><FONT face=Calibri size=3>Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 580.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1/2011 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna fasteignarlán hjá Landsbankanum vegna íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð í Mosfellsbæ, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.</FONT></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 35.4pt"><FONT face=Calibri size=3>Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 500.000.000 kr. til 23 ára, í samræmi við lánssamning nr. 2/2011 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna fasteignarlán hjá Landsbankanum vegna íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð í Mosfellsbæ, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.</FONT></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 35.25pt"><FONT face=Calibri size=3>Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita tvo lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.</FONT></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 35.25pt"><FONT face=Calibri size=3>Ofangreint samþykkt með þremur atkvæðum.</FONT></P>
10. Erindi Kjósarhrepps varðandi áframhaldandi samstarf á sviði félagsmála201011291
Til máls tóku: HS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta fyrirliggjandi samning.