12. apríl 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Áður á dagskrá 1010. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fara leið B varðandi byggingu hjúkrunarheimilis. Óskað eftir heimild til framkvæmda í samræmi við leið B.
Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB, HP, JS og KT.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á endurinnréttungu vegna rýma fyrir félagsstarf og fleira í húsnæði Eirar á Hlaðhömrum. Einnig er fjármálastjóra heimilað að undirbúa að leita eftir láni til fjármögnunar á verkinu í samræmi við kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð viðauka við gildandi fjárhagsáætlun þar sem gerð verði nánari grein fyrir lántökunni.
Íbúahreyfingin bendir á að vaxtakostnaður bæjarins hafi sexfaldast síðan 2007 og er nú um 600 milljónir á ári. Skuld pr. Íbúa hefur tvöfaldast á sama tíma og er nú um ein milljón á hvern íbúa.<BR>Íbúahreyfingin leggur til að skoðaðar verði leiðir til þess að fjármagna verkefnið án lántöku.
<BR>Bæjarráðsfulltrúar D og V-lista bóka.
Fjárhagstaða Mosfellsbæjar er traust eins og fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2011, fyrir vikið bjóðast bæjarfélaginu hagstæð lánskjör sem gerir það mun hagkvæmara að sveitarfélagið kosti framkvæmdina og þar með lækkar heildar leigukostnaður sveitarfélagsins vegna aðstöðu fyrir félagsstarf eldriborgara.
2. Erindi SSH varðandi aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu201107040
Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem stjórn SSH var heimilað að skrifa undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Hjálagt er bréf SSH þar sem óskað er að meðfylgjandi samningstexti verði tekin til afgreiðslu og stjórn SSH heimilað að undirrita hann.
Til máls tóku: BH, JJB, HP, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar veitir stjórn SSH umboð til þess að undirrita samning um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúahreyfingin getur ekki fallist á að mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg sé verkefni sem hægt er að fresta í tengslum við aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
3. Framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga hjá Strætó bs.201202165
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til skipulagsnefndar til umsagnar. Hjálög er umsögn skipulagsnefndar.
Til máls tóku: BH, HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga.
4. Tillaga að gjaldskrá ársins 2012 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201203219
Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: BH, JJB og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við framlagða gjaldskrá Hestamannafélagsins Harðar vegna beitarhólfa og vegna handsömunar og vörslu hross.
<P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;>Jafnframt verði embættismönnum falið að vinna að tillögu í samvinnu við Hestamannafélagið um átak í endurbótum girðinga.</SPAN></P>
5. Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um lagningu raflína í jörð201203469
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs að höfðu samráði við umhverfis- og skipulagsnefnd.
6. Erindi Alþingis varðandi yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga201204007
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir ánægju sinni yfir því að flutningur heilsugæslunnar til sveitarfélaganna verði skoðaður.
7. Erindi Ragnhildar Bergþórsdóttur varðandi leyfi fyrir vinnustofu í Stórakrika 48201204014
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd.
8. Átak í sölu atvinnulóða201204017
Minnisblað bæjarstjóra varðandi átak í sölu atvinnulóða.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.