Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. apríl 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

    Áður á dagskrá 1010. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fara leið B varðandi byggingu hjúkrunarheimilis. Óskað eftir heimild til framkvæmda í samræmi við leið B.

    Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB, HP, JS og KT.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­boð á end­ur­inn­réttungu vegna rýma fyr­ir fé­lags­st­arf og fleira í hús­næði Eir­ar á Hlað­hömr­um. Einn­ig er fjár­mála­stjóra heim­ilað að und­ir­búa að leita eft­ir láni til fjár­mögn­un­ar á verk­inu í sam­ræmi við kostn­að­ar­áætlun og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð við­auka við gild­andi fjár­hags­áætlun þar sem gerð verði nán­ari grein fyr­ir lán­tök­unni.

     

    Íbúa­hreyf­ing­in bend­ir á að vaxta­kostn­að­ur bæj­ar­ins hafi sex­faldast síð­an 2007 og er nú um 600 millj­ón­ir á ári. Skuld pr. Íbúa hef­ur tvö­faldast á sama tíma og er nú um ein millj­ón á hvern íbúa.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að skoð­að­ar verði leið­ir til þess&nbsp; að fjár­magna verk­efn­ið án lán­töku.

    <BR>Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D og V-lista bóka.

    Fjár­hagstaða Mos­fells­bæj­ar er traust eins og fram kem­ur í árs­reikn­ingi fyr­ir árið 2011, fyr­ir vik­ið bjóð­ast bæj­ar­fé­lag­inu hag­stæð lánskjör sem ger­ir það mun hag­kvæm­ara að sveit­ar­fé­lag­ið kosti fram­kvæmd­ina og þar með lækk­ar heild­ar leigu­kostn­að­ur sveit­ar­fé­lags­ins vegna að­stöðu fyr­ir fé­lags­st­arf eldri­borg­ara.

    • 2. Er­indi SSH varð­andi að­komu rík­is­ins að al­menn­ings­sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201107040

      Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem stjórn SSH var heimilað að skrifa undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Hjálagt er bréf SSH þar sem óskað er að meðfylgjandi samningstexti verði tekin til afgreiðslu og stjórn SSH heimilað að undirrita hann.

      Til máls tóku: BH, JJB, HP, JS og KT.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar veit­ir stjórn SSH um­boð til þess að und­ir­rita samn­ing um&nbsp;efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      &nbsp;

      Íbúa­hreyf­ing­in get­ur ekki fall­ist á að mis­læg gatna­mót við Kringlu­mýr­ar­braut og Hafn­ar­fjarð­ar­veg sé verk­efni sem hægt er að fresta í tengsl­um við að­komu rík­is­ins að al­menn­ings­sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      • 3. Fram­tíð­ar­ferli vegna leiða­kerf­is­breyt­inga hjá Strætó bs.201202165

        Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til skipulagsnefndar til umsagnar. Hjálög er umsögn skipulagsnefndar.

        Til máls tóku: BH, HP, JJB og JS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir&nbsp;ekki at­huga­semd­ir við fram­tíð­ar­ferli vegna leiða­kerf­is­breyt­inga.

        • 4. Til­laga að gjaldskrá árs­ins 2012 vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hrossa201203219

          Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

          Til máls tóku: BH, JJB og&nbsp;HP.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd við fram­lagða gjaldskrá Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar vegna beit­ar­hólfa og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hross.

          &nbsp;

          <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARG­IN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoN­ormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-ser­if?;>Jafn­framt verði&nbsp;emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að vinna að til­lögu í sam­vinnu við Hesta­manna­fé­lag­ið um átak í end­ur­bót­um girð­inga.</SPAN></P>

          • 5. Er­indi Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins varð­andi um­sögn um þings­álykt­un­ar­til­lögu um lagn­ingu raflína í jörð201203469

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa&nbsp;er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að höfðu sam­ráði við um­hverf­is- og skipu­lags­nefnd.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi yf­ir­færslu heilsu­gæsl­unn­ar frá ríki til sveit­ar­fé­laga201204007

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir ánægju sinni yfir því að flutn­ing­ur heilsu­gæsl­unn­ar til sveit­ar­fé­lag­anna verði skoð­að­ur.

              • 7. Er­indi Ragn­hild­ar Berg­þórs­dótt­ur varð­andi leyfi fyr­ir vinnu­stofu í Stórakrika 48201204014

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til með­ferð­ar hjá skipu­lags­nefnd.

                • 8. Átak í sölu at­vinnu­lóða201204017

                  Minnisblað bæjarstjóra varðandi átak í sölu atvinnulóða.

                  Af­greiðslu er­ind­is­ins&nbsp;frestað til næsta fund­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30