9. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010201012050
Verið er að leggja lokahönd á fylgiskjöl með þessu erindi og fara þau á fundargáttina strax að svo búnu og ekki síðar en í fyrramálið.
Til máls tóku: BH, PJL og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum endurskoðuð fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2010.
2. Endurfjármögnun 2010201011093
Verið er að leggja lokahönd á fylgiskjöl með þessu erindi og fara þau á fundargáttina strax að svo búnu og ekki síðar en í fyrramálið.
Til máls tóku: BH, PJL, JS, JJB og HSv.
Svohljóðandi bókun var lögð fram.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 350.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við lánssamning sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við skólabyggingar sveitarfélagsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.<BR>Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
3. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Verið er að leggja lokahönd á fylgiskjöl með þessu erindi og fara þau á fundargáttina strax að svo búnu og ekki síðar en í fyrramálið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, JJB, PJL, SÓJ, BÞÞ, JBH, KT og JS.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 15. desember nk.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
4. Fjárhagsáætlun Strætó bs.201011146
Erindið var á dagskrá 1007. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir því að framkvæmdastjóri Strætó bs. kæmi á næsta fund bæjarráðs og færi yfir fjárhagsáætlun og fyrirhugaðar breytingar á þjónustu.
Hafsteinn Pálsson vék af fundi þegar hér var komið á fundinum og sæti hans í bæjarráði tók Haraldur Sverrisson.
Á fundinn mættu undir þessum dagskrárlið eftirtaldir frá Strætó bs., Reynir Jónsson framkvæmdastjóri, Einar Kristjánsson sviðsstjóri og Hörður Gíslason fjármálastjóri og fóru þeir yfir fjárhagsáætlun Strætó bs. og útskýrðu hana.
Samþykkt með þremur atkvæðum fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2011.
5. Erindi Slökkvliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi starfs- og fjárhagsáætlun 2011201012002
Samþykkt með þremur atkvæðum fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2011.
6. Kosningar til Stjórnlagaþings201009201
Fundargerð yfirkjörstjórnar vegna kosninganna til stjórnlagaþings 27. nóvember sl. til kynningar.
Frestað.
7. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna brennu201012047
Frestað.
8. Erindi Yfirfasteignamatsnefndar varðandi umsögn vegna kæru201003365
Kynntur er úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar varðanri Urðarholt 4 og tillaga að áskorun til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um að hlutast til um réttarfarsbót.
Frestað.