8. júlí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Áður á dagskrá 984. fundar bæjarráðs þar sem lögmanni bæjarins var falið að svara framkomnum kröfum. Nú er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess að láta dómkveðja matsmenn í samræmi við framlagt minnisblað Lex.
Til máls tóku: HSv og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að óska eftir dómkvaðningu matsmanna vegna framkominnar bótakröfu.
2. Erindi Hafmeyja varðandi lögblinda201005236
Áður á dagskrá 982. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar fjölskyldunefndar. Umsögn nefndarinnar er hjálögð.
Til máls tóku: HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2011.
3. Erindi Helgu Finnsdóttur varðandi beitarland201007009
Til máls tóku: HSv, JS, BH og SÓJ.
Bæjarráð bendir á að beitarhólf í eigu Mosfellsbæjar eru leigð út í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð og felur bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við það.
4. Tilkynning Húsafriðunarnefndar um friðun Gljúfrasteins201007020
Friðun Gljúfrasteins til upplýsingar.
Tilkynning Húsafriðunarnefndar lögð fram. á 986. fundi bæjarráðs. Samþykkt að senda erindið til menningarmálanefndar til upplýsingar.
5. Erindi Skíðasambands Íslands varðandi snjóframleiðslu201007033
Til máls tóku: BH, HSv, JS, ÞBS og HP.
Erindið lagt fram á 986. fundi bæjarráðs.
6. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi aðalskoðun leiksvæða201007040
Til upplýsingar er ábending Heilbrigðiseftirlitsins um að úttektir fari fram á vegum vottaðs fagaðila.
Til máls tóku: BH og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
7. Staðgreiðsluskil 2010201005024
Minnisblað fjármálastjóra um staðgreiðsluskil í lok júní 2010.
Til máls tók: HSv.
Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðsluskil miðað við lok júní mánaðar 2010.
8. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi þjónustusamning Mosfellsbæjar við dagforeldra201005187
Áður á dagskrá 982. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: BH, SÓJ, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara Samkeppniseftirlitinu í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 156201006023F
Fundargerð 156. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 986. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga 201005153
Kynnt umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs 27.05.2010.
Fjölskyldunefnd tekur undir umsögn framkvæmdastjóra og felur honum að koma umsögninni á framfæri við nefndarsvið Alþingis.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 156. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
9.2. Erindi Hafmeyja varðandi lögblinda 201005236
Kynnt umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 01.07.10.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Umbeðin umsögn fjölskyldunefndar samþykkt, en umsögnin hefur verið send bæjarráði.</DIV>
9.3. Sumargjafir fyrir börn, styrkur frá Velferðarsjóði 201005216
Kynnt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 02.07.10. Fjöskyldunefnd þakkar Velferðasjóði íslenskra barna fyrir veittann stuðning við börn í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: BH, JS, HSv, ÞBS og HP.</DIV><DIV>Erindið lagt fram á 986. fundi bæjarráðs.</DIV></DIV>
9.4. Úrvinnsla rannsókna fyrir Mosfellsbæ 201006170
Kynnt bréf frá Rannsóknir og greining dags. 16. júní 2010 vegna áframhaldandi samstarfs um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar gerir ekki ráð fyrir umræddum útgjöldum.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Frestað á 986. fundi bæjarráðs.</DIV>
9.5. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2010 201006302
Kynnt minnisblað mannauðsstjóra dags. 29.06.10. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu mannauðsstjóra sem fram koma í minnisblaðinu þ.m.t. að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 18. september 2010 beri yfirskriftina "Ungt fólk og jafnarétti".
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 156. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
10. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 281201007001F
Fundargerð 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 986. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar 200509178
Drög að fjölskyldustefnu og framkvæmdaáætlun 2010-2014 lögð fram til umsagnar sbr. bókun á 147. fundi fjölskyldunefndar. Frestað á 279. og 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
10.2. Brattahlíð, fyrirspurn um fjölgun íbúða á parhúsalóðum 200911071
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 280 fundi. Lögð fram drög að svari við athugasemd.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: SÓJ og HSv.</DIV><DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að ganga þurfi frá samkomulagi milli lóðarhafa og Mosfellsbæjar varðandi gjöld áður en gildistaka getur farið fram.</DIV></DIV></DIV></DIV>
10.3. Hjallahlíð 2-4, umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslur. 201006179
Sveinjón I Sveinjónsson Hjallahlíð 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 20,75 m2 útigeymslur úr timbri á lóðinni nr. 2-4 við Hjallahlíð í samræmi við framlögð gögn. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um synjun erindisins, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
10.4. Ósk um uppsetningu blaðakassa í Mosfellsdal 201006193
Felix Sigurðsson fh. Pósthússins sækir um leyfi til að setja upp tvo Fréttablaðakassa í Mosfellsdal í samræmi við framlögð gögn. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um leyfi fyrir uppsetningu blaðakassa, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
10.5. Golfvöllur - aðkoma að nýjum golfskála 201006260
Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að legu bráðabirgðavegar sunnan Þrastarhöfða að golfvelli og Golfskála Kjalar, ásamt umsögn golfklúbbsins. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: ÞBS, BH, HSv og JS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að grenndarkynna aðkomuveg, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
10.6. Braut, Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag 201003312
Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts að deiliskipulagsbreytingu, sbr. bókun á 275. fundi. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um að grenndarkynna, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
10.7. Ásgarður 125253 - Viðbót við sumarhús 201006147
Þórarinn Guðmundsson sækir þann 14. júní 2010 um leyfi til að byggja við sumarbústað skv. meðf. teikningum. Stækkun er 20,1 m2, 71 m3. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um leyfi til að byggja við sumarbústað þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
10.8. Bollatangi 10-20, fyrirspurn um bílskúra 201006181
Páll Gunnlaugsson arkitekt spyrst f.h. Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta fyrir um afstöðu nefndarinnar til meðfylgjandi hugmyndar að byggingu bílgeymslna fyrir raðhús Búseta á auðu svæði norðan við Bollatanga. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Frestað á 986. fundi bæjarráðs.</DIV>
10.9. Reykjaflöt, fyrirspurn um byggingu listiðnaðarþorps 201006261
Jóhann Einarsson arkitekt f.h. ÞS flutninga ehf spyrst fyrir um það hvort hugmynd að uppbyggingu listiðnaðaraðstöðu að Reykjaflöt skv. meðf. tillöguteikningu rúmist innan samþykkts deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 280. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 281. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um frestun og frekari upplýsingaöflun, samþykkt á 986. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
10.10. Tilkynning Húsafriðunarnefndar um friðun Gljúfrasteins 201007020
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 29. júní 2010 þar sem tilkynnt er að mennta- og menningarmálaráðherra hafi ákveðið að friða Gljúfrastein. Friðunin tekur til ytra byrðis hússins.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Tilkynning Húsafriðunarnefndar lögð fram. á 986. fundi bæjarráðs.</DIV></DIV>
10.11. Leirvogstungumelar - ástand og umgengni 2010 201005193
Lagt fram bréf frá Teiti Gústafssyni f.h. Ístaks hf. dags. 2. júlí 2010, þar sem rakin eru sjónarmið fyrirtækisins gagnvart bókun nefndarinnar á 379. fundi. Einnig er sótt um tímabundin leyfi fyrir annarsvegar lager- og geymslusvæði fyrir umframefni, og hinsvegar fyrir geymslu festivagna á lóðum á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Frestað á 986. fundi bæjarráðs.</DIV>
Fundargerðir til kynningar
11. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fundargerð 350. fundar201007001
Til máls tóku: HSv og JS.
Fundargerð 350. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 986. fundi bæjarráðs.
12. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 775.fundar201007041
Fundargerð 775. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 986. fundi bæjarráðs.