Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201405375

  • 18. júní 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #630

    Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar varð­andi skýrslu um framsal eign­ar­rétt­inda í Mos­fells­bæ á ára­bil­inu 1990 til 2007 en í er­ind­inu er óskað eft­ir um­fjöllun bæj­ar­stjórn­ar á skýrsl­unni.

    Af­greiðsla 1168. fund­ar bæj­ar­ráðs stað­fest á 630. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.$line$$line$Til­laga M-lista nr. 1$line$M-listi tel­ur brýnt að bæj­ar­stjórn svari spurn­ing­um Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar efn­is­lega og lið fyr­ir lið.$line$$line$Til­lag­an borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu.$line$$line$Bæj­ar­full­trú­ar D- og V lista óskað bókað að bréf­rit­ara hef­ur þeg­ar ver­ið svarað í sam­ræmi við nið­ur­stöðu bæj­ar­ráðs.$line$$line$$line$Til­laga M-lista nr. 2$line$Full­trúi M-lista ósk­ar eft­ir því að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar láti óháð­an að­ila skera úr um hvort máls­að­il­ar í svo­köll­uðu Huldu­hóla­máli hafi haft ávinn­ing af upp­skipt­ingu lands að Huldu­hól­um á kostn­að bæj­ar­fé­lags­ins, eins og Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son held­ur fram í skýrsl­unni sem nú ligg­ur fyr­ir fund­in­um. Sam­hliða því verði gerð stjórn­sýslu­út­tekt á með­ferð máls­ins m.a. til að skera úr um hvort út­gáfa lóð­ar­leigu­samn­ings­ins sem gef­inn var út þann 8. mars 2005 sé í sam­ræmi við lög. $line$Í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs nr. 958, dags. 19.11 2009 seg­ir að ekki hafi ver­ið stað­ið rétt "að mál­um við upp­skipt­ingu lands sam­kvæmt deili­skipu­lagi á þessu svæði." Það eitt gef­ur til­efni til út­tekt­ar. Þar seg­ir jafn­framt að skv. fyr­ir­liggj­andi gögn­um sé "ekki að sjá að máls­að­il­ar hafi haft af því ávinn­ing né Mos­fells­bær orð­ið fyr­ir tjóni. Fyr­ir $line$ligg­ur að bygg­ing­ar­full­trúi gaf út lóð­ar­leigu­samn­inga án þess að fyr­ir lægi sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar og hef­ur þess aldrei ver­ið aflað. Þeir samn­ing­ar skil­uðu lóð­ar­leigu­hafa $line$mikl­um fjár­mun­um og fram­an­greind stað­hæf­ing bæj­ar­ráðs því um­hugs­un­ar­efni. Í ljósi þess er brýnt að bæj­ar­stjórn láti rann­saka mál­ið.$line$Það hvíl­ir skuggi yfir fram­kvæmda­stjórn Mos­fells­bæj­ar vegna þessa máls og ljóst að eng­inn verð­ur dóm­ari í eig­in sök. Til að auð­velda vinnslu máls­ins er mik­il­vægt að $line$bygg­ing­ar­full­trúi verði kall­að­ur á fund bæj­ar­stjórn­ar til að upp­lýsa á hvaða grunni hann byggði ákvörð­un um að gefa út lóð­ar­leigu­samn­inga í landi Huldu­hóla fyr­ir hönd $line$Mos­fells­bæj­ar.$line$$line$Til­lag­an borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu.$line$$line$Bæj­ar­full­trú­ar D- og V lista óska bókað að vísað er til bókun­ar bæj­ar­ráðs við af­greiðslu máls­ins.

    • 4. júní 2014

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1168

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar varð­andi skýrslu um framsal eign­ar­rétt­inda í Mos­fells­bæ á ára­bil­inu 1990 til 2007 en í er­ind­inu er óskað eft­ir um­fjöllun bæj­ar­stjórn­ar á skýrsl­unni.

      Har­ald­ur Sverris­son ósk­aði bókað að hann víki af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.


      Jón Jósef Bjarna­son bæj­ar­ráðs­mað­ur legg­ur fram svohljóð­andi til­lögu.
      24. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga gef­ur bæj­ar­ráði að­eins einn kost, en þar kem­ur fram að sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um beri að gæta hag­muna sveit­ar­fé­lags­ins í hví­vetna. Í skýrsl­unni kem­ur fram rök­studd­ur grun­ur um hegn­ingalaga­brot, hugs­an­leg um­boðs­svik og að 24. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga hafi ver­ið brot­in. Ég legg til að skýrsl­an verði send sér­stök­um sak­sókn­ara og óskað eft­ir að hann rann­saki hvort lög hafi ver­ið brot­in.

      Til­lag­an borin upp og felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.


      Skýrsl­an lögð fram en við­kom­andi mál var yf­ir­far­ið af bæj­ar­ráði árið 2009, eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar eða gögn hafa kom­ið fram og því lagt að bréf­rit­ara verði svarað í sam­ræmi við af­greiðslu bæj­ar­ráðs frá 19.11.2009 fundi núm­er 958, en þar var bókað:
      Bæj­ar­ráð hef­ur far­ið yfir fram­lögð gögn sem tengjast deili­skipu­lagi Hamra­fells, Hjalla­brekku, Huldu­hóla og Lágu­hlíð­ar sem
      sam­þykkt var í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 10. nóv­em­ber 2004.
      Deili­skipu­lag­ið tók form­lega gildi 29. apríl 2005 með aug­lýs­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um, að feng­inni stað­fest­ingu Skipu­lags­stofn­un­ar.
      Þessi skoð­un bæj­ar­ráðs hef­ur leitt í ljós að ekki var rétt stað­ið að mál­um við upp­skipt­ingu lands sam­kvæmt deili­skipu­lagi á þessu svæði.
      Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögn­um er ekki að sjá að máls­að­il­ar hafi haft af því ávinn­ing né Mos­fells­bær orð­ið fyr­ir tjóni vegna þessa.
      Bæj­ar­ráð tel­ur ekki þörf á því að að­hafast neitt frek­ar þar sem skjala­stjórn­un bæj­ar­ins og verk­ferl­ar hafa ver­ið end­ur­skoð­að­ir og bætt­ir.
      Til­lag­an borin upp og sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.


      Bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón Jósef Bjarna­son óskað bókað:
      Ég lýsi furðu mini á að formað­ur bæj­ar­ráðs sem sem ekki sat fund­inn 2009, lýsi yfir að eng­in ný gögn hafi kom­ið fram og minni enn á 24.grein Sveit­ar­sjórn­ar­laga en þar segi í ann­ari máls­grein.
      "Sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um ber að gegna starfi sínu af alúð og sam­visku­semi.
      Sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um ber í hví­vetna að gæta að al­menn­um hags­mun­um íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem og öðr­um al­manna­hags­mun­um." Formað­ur bæj­ar­ráðs get­ur ekki hald­ið því fram að eng­in ný gögn hafi kom­ið fram í mál­inu enda veit hún ekki hvaða gögn hafi áður kom­ið fram.