Mál númer 201405375
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar varðandi skýrslu um framsal eignarréttinda í Mosfellsbæ á árabilinu 1990 til 2007 en í erindinu er óskað eftir umfjöllun bæjarstjórnar á skýrslunni.
Afgreiðsla 1168. fundar bæjarráðs staðfest á 630. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$Tillaga M-lista nr. 1$line$M-listi telur brýnt að bæjarstjórn svari spurningum Sveins Óskars Sigurðssonar efnislega og lið fyrir lið.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu.$line$$line$Bæjarfulltrúar D- og V lista óskað bókað að bréfritara hefur þegar verið svarað í samræmi við niðurstöðu bæjarráðs.$line$$line$$line$Tillaga M-lista nr. 2$line$Fulltrúi M-lista óskar eftir því að bæjarstjórn Mosfellsbæjar láti óháðan aðila skera úr um hvort málsaðilar í svokölluðu Hulduhólamáli hafi haft ávinning af uppskiptingu lands að Hulduhólum á kostnað bæjarfélagsins, eins og Sveinn Óskar Sigurðsson heldur fram í skýrslunni sem nú liggur fyrir fundinum. Samhliða því verði gerð stjórnsýsluúttekt á meðferð málsins m.a. til að skera úr um hvort útgáfa lóðarleigusamningsins sem gefinn var út þann 8. mars 2005 sé í samræmi við lög. $line$Í fundargerð bæjarráðs nr. 958, dags. 19.11 2009 segir að ekki hafi verið staðið rétt "að málum við uppskiptingu lands samkvæmt deiliskipulagi á þessu svæði." Það eitt gefur tilefni til úttektar. Þar segir jafnframt að skv. fyrirliggjandi gögnum sé "ekki að sjá að málsaðilar hafi haft af því ávinning né Mosfellsbær orðið fyrir tjóni. Fyrir $line$liggur að byggingarfulltrúi gaf út lóðarleigusamninga án þess að fyrir lægi samþykki bæjarstjórnar og hefur þess aldrei verið aflað. Þeir samningar skiluðu lóðarleiguhafa $line$miklum fjármunum og framangreind staðhæfing bæjarráðs því umhugsunarefni. Í ljósi þess er brýnt að bæjarstjórn láti rannsaka málið.$line$Það hvílir skuggi yfir framkvæmdastjórn Mosfellsbæjar vegna þessa máls og ljóst að enginn verður dómari í eigin sök. Til að auðvelda vinnslu málsins er mikilvægt að $line$byggingarfulltrúi verði kallaður á fund bæjarstjórnar til að upplýsa á hvaða grunni hann byggði ákvörðun um að gefa út lóðarleigusamninga í landi Hulduhóla fyrir hönd $line$Mosfellsbæjar.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu.$line$$line$Bæjarfulltrúar D- og V lista óska bókað að vísað er til bókunar bæjarráðs við afgreiðslu málsins.
- 4. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1168
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar varðandi skýrslu um framsal eignarréttinda í Mosfellsbæ á árabilinu 1990 til 2007 en í erindinu er óskað eftir umfjöllun bæjarstjórnar á skýrslunni.
Haraldur Sverrisson óskaði bókað að hann víki af fundi undir þessum dagskrárlið.
Jón Jósef Bjarnason bæjarráðsmaður leggur fram svohljóðandi tillögu.
24. grein sveitarstjórnarlaga gefur bæjarráði aðeins einn kost, en þar kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri að gæta hagmuna sveitarfélagsins í hvívetna. Í skýrslunni kemur fram rökstuddur grunur um hegningalagabrot, hugsanleg umboðssvik og að 24. grein sveitarstjórnarlaga hafi verið brotin. Ég legg til að skýrslan verði send sérstökum saksóknara og óskað eftir að hann rannsaki hvort lög hafi verið brotin.Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Skýrslan lögð fram en viðkomandi mál var yfirfarið af bæjarráði árið 2009, engar nýjar upplýsingar eða gögn hafa komið fram og því lagt að bréfritara verði svarað í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs frá 19.11.2009 fundi númer 958, en þar var bókað:
Bæjarráð hefur farið yfir framlögð gögn sem tengjast deiliskipulagi Hamrafells, Hjallabrekku, Hulduhóla og Láguhlíðar sem
samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 10. nóvember 2004.
Deiliskipulagið tók formlega gildi 29. apríl 2005 með auglýsingu í Stjórnartíðindum, að fenginni staðfestingu Skipulagsstofnunar.
Þessi skoðun bæjarráðs hefur leitt í ljós að ekki var rétt staðið að málum við uppskiptingu lands samkvæmt deiliskipulagi á þessu svæði.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er ekki að sjá að málsaðilar hafi haft af því ávinning né Mosfellsbær orðið fyrir tjóni vegna þessa.
Bæjarráð telur ekki þörf á því að aðhafast neitt frekar þar sem skjalastjórnun bæjarins og verkferlar hafa verið endurskoðaðir og bættir.
Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskað bókað:
Ég lýsi furðu mini á að formaður bæjarráðs sem sem ekki sat fundinn 2009, lýsi yfir að engin ný gögn hafi komið fram og minni enn á 24.grein Sveitarsjórnarlaga en þar segi í annari málsgrein.
"Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi.
Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum." Formaður bæjarráðs getur ekki haldið því fram að engin ný gögn hafi komið fram í málinu enda veit hún ekki hvaða gögn hafi áður komið fram.