8. mars 2011 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Douglas Alexander Brotchie 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 147201102015F
Fundargerð 147. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 296. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
2. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 148201103005F
Fundargerð 148. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 296. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Almenn erindi
3. Starfsemi umhverfissviðs 2010201101145
Lögð fram og kynnt skýrsla um starfsemi Umhverfissviðs árið 2010. Frestað á 294. fundi.
Lögð fram skýrsla um starfsemi Umhverfissviðs árið 2010.
Umræður. Lagt fram til kynningar.
4. Æsustaðavegur 6, umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.201011207
Kot-Ylrækt ehf. sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með sambyggðum bílskúr úr steinsteypu í frauðplastmótum á lóðinni nr. 6 við Æsustaðaveg samkvæmt framlögðum uppdráttum. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að hús sé einnar hæðar eða hæð og ris, hámarksstærð 250 m2. Frestað á 295. fundi.
Kot-Ylrækt ehf. sækir 22. nóvember 2011 um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með sambyggðum bílskúr úr steinsteypu í frauðplastmótum á lóðinni nr. 6 við Æsustaðaveg samkvæmt framlögðum uppdráttum. Frestað á 295. fundi.
Nefndin telur umsóknina ekki vera í samræmi við gildandi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að hús sé einnar hæðar eða hæð og ris, hámarksstærð 250 m2, og því ekki unnt að samþykkja hana.
5. Reykjavík, Holtsgöng, verkefnislýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi201102301
Páll Guðjónsson f.h. svæðisskipulagsnefndar sendir 15. febrúar meðf. verkefnislýsingu fyrir fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi varðandi Holtsgöng og Landspítala til umsagnar og samþykktar í aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins.
Páll Guðjónsson f.h. svæðisskipulagsnefndar sendir 15. febrúar meðfylgjandi verkefnislýsingu fyrir fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi varðandi Holtsgöng og Landspítala til umsagnar og samþykktar í aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna og samþykkir hana fyrir sitt leyti.
6. Holtsgöng, nýr Landspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi201102191
Erindi Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. febrúar 2011 þar sem lýsing á væntanlegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans er send til umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Lýsingar af fyrirhuguðu deiliskipulagi og fyrirhugaðri breytingu á svæðisskipulagi fylgja. Frestað á 295. fundi.
Erindi Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. febrúar 2011, þar sem lýsing á væntanlegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans er send til umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Lýsing á fyrirhuguðu deiliskipulagi fylgir. Frestað á 295. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.
7. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Vísindagarðar.201102116
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar leggur 7. febrúar 2011 fram til kynningar drög að aðalskipulagsbreytingu varðandi Vísindagarða við Háskóla Íslands, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestað á 295. fundi.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar leggur 7. febrúar 2011 fram til kynningar drög að aðalskipulagsbreytingu varðandi Vísindagarða við Háskóla Íslands, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestað á 295. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að aðalskipulagsbreytingu.
8. Þingvallavegur, umferðaröryggismál og framtíðarsýn201102257
Gerð verður grein fyrir umræðum á fundi með íbúasamtökum Mosfellsdals 17. febrúar 2011. Frestað á 295. fundi.
Formaður gerði grein fyrir umræðum á fundi hjá íbúasamtökum Mosfellsdals 17. febrúar 2011, þar sem m.a. voru kynnt og rædd skipulagsmál í Dalnum og tengd mál.
Umræður.
9. Aðalskipulag 2002-2024, breyting í Sólvallalandi201006234
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 295. fundi. Lögð verða fram drög að svari við athugasemd (koma á fundargátt á mánudag).
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 295. fundi. Lögð fram drög að svari við athugasemd.
Frestað.
10. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Drög að endurskoðuðu aðalskipulagi voru send nefndum og sviðum Mosfellsbæjar til umsagnar í byrjun desember s.l. Lagðar fram umsagnir sem borist hafa. (Ath: Fleiri umsagnir kunna að bætast við á mánudag). Einnig verður fjallað að nýju um matstöflur í umhverfisskýrslu.
Drög að endurskoðuðu aðalskipulagi voru send nefndum og sviðum Mosfellsbæjar til umsagnar í byrjun desember s.l. Lagðar fram umsagnir sem borist hafa frá fjölskyldunefnd og menningarmálanefnd.
Frestað.
11. Brekkuland 6 -Leyfi fyrir sólstofu201103007
Sigurður Andrésson Brekkulandi 6 Mosfellsbæ spyr 1. mars 2011 hvort leyft verði að byggja ca. 14 m2 sólstofu úr timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 6 við Brekkuland skv. framlögðum gögnum.
Sigurður Andrésson Brekkulandi 6 Mosfellsbæ spyr 1. mars 2011 hvort leyft verði að byggja ca. 14 m2 sólstofu úr timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 6 við Brekkuland skv. framlögðum gögnum.
Frestað.
12. Leirvogsá, umsókn um leyfi fyrir byggingu laxateljara.201103060
Guðmundur Magnússon óskar í tölvupósti 15. febrúar 2011 eftir leyfi til að byggja laxateljara í Leirvogsá neðan Vesturlandsvegar skv. meðfylgjandi tillöguteikningu. Fyrir liggja meðmæli Veiðimálastofnunar og Fiskistofu.
Guðmundur Magnússon óskar í tölvupósti 15. febrúar 2011 eftir leyfi til að byggja laxateljara í Leirvogsá neðan Vesturlandsvegar skv. meðfylgjandi tillöguteikningu. Fyrir liggja meðmæli Veiðimálastofnunar og Fiskistofu.
Nefndin óskar eftir umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar um erindið í samræmi við hverfisverndarákvæði aðalskipulags um Leirvogsá.13. Strætisvagnasamgöngur201101381
Á fundinn kemur Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó bs. og fjallar um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ.
<P>Á fundinn kom undir þessum lið Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó bs. og gerði grein fyrir leiðakerfi og þjónustu Strætó í Mosfellsbæ.</P>