3. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði201109324
Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, BH, HSv, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda bréfritara framlagða umsögn umhverfisnefndar sem þar með er afstaða Mosfellsbæjar til málsins og jafnframt bent á að eðlilegt sé að leita til allra sameigenda landsins hvað þetta varðar.
2. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu201109103
Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera fyrirliggjandi umsögn umhverfisnefndar að sinni og senda hana sem svar Mosfelsbæjar til SSH.
3. Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur201109428
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umgögnin hjálögð.
Til máls tóku: HS, BH, JJB, HSv, JS og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.
4. Uppgræðsla á Mosfellsheiði - beiðni um styrk201110092
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisstjóra. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JJB og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.
5. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Áður á dagskrá 1030. og 1039. fundar bæjarráðs vegna fjármögnunar nýbyggingar hjúkrunarheimilis. Hjálagt eru drög að gögnum til að ganga frá fjármögnun.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, HSv, PJL, ÓG.
Bæjarstjóri kynnti tilboð H.F. Verðbréfa hf í fjármögnun á hjúkrunarheimili, samninga þar að lútandi, útgáfulýsingu um útgáfu skuldabréfa og drög að viðauka II við samning milli velferðarráðuneytisins og Mosfellsbæjar um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra í Mosfellsbæ, dags. 23. apríl 2010, ásamt viðauka frá 11. ágúst 2011.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að undirrita viðauka II um samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra í Mosfellsbæ milli velferðarráðuneytisins og Mosfellsbæjar, dags. 23. apríl 2010, ásamt með viðauka frá 11. ágúst 2011. Bæjarráð samþykkir einnig að vísa ákvörðun um lántöku til staðfestingar í bæjarstjórn.
6. Beiðni um athugasemdir við frumvarpsdrög um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000201110271
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
7. Samþykkt aðalfundar EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslur 2011201110277
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, ÓG, JS og BH.
Erindið lagt fram, en þar kemur m.a. fram að ekki verður um ágóðahlutagreiðslur til sveitarfélaganna að ræða vegna ársins 2011.
Tillaga.
Íbúahreyfingin leggur til að Eignarhaldsfélagi EBÍ verði slitið.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
8. Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál201110293
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til umsagnar.
9. Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með einhverskonar fötlun201110300
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og að haldinn verði fundur með aðilum svo sem óskað er.