Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Dals­bús­ins ehf. varð­andi dreif­ingu á líf­ræn­um áburði201109324

    Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin.

    Til máls tóku: HS, BH, HSv, JJB og JS.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda bréf­rit­ara fram­lagða um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar sem þar með er af­staða Mos­fells­bæj­ar til máls­ins og jafn­framt bent á að eðli­legt sé að leita til allra sam­eig­enda lands­ins hvað þetta varð­ar. 

    • 2. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH, sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna um sorp­hirðu201109103

      Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisnefndar. Hjálögð er umsögnin.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera fyr­ir­liggj­andi um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar að sinni og senda hana sem svar Mos­fels­bæj­ar til SSH.

      • 3. Beiðni um að­stoð við að halda utan um starf­semi fyr­ir at­vinnu­leit­end­ur201109428

        Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umgögnin hjálögð.

        Til máls tóku: HS, BH, JJB, HSv, JS og ÓG.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar 2012.

        • 4. Upp­græðsla á Mos­fells­heiði - beiðni um styrk201110092

          Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfisstjóra. Hjálögð er umsögnin.

          Til máls tóku: HS, JJB og ÓG.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar 2012.

          • 5. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

            Áður á dagskrá 1030. og 1039. fundar bæjarráðs vegna fjármögnunar nýbyggingar hjúkrunarheimilis. Hjálagt eru drög að gögnum til að ganga frá fjármögnun.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

             

            Til máls tóku: HS, HSv, PJL, ÓG.

             

            Bæj­ar­stjóri kynnti til­boð H.F. Verð­bréfa hf í fjár­mögn­un á hjúkr­un­ar­heim­ili, samn­inga þar að lút­andi, út­gáfu­lýs­ingu um út­gáfu skulda­bréfa og drög að við­auka II við samn­ing milli vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar um bygg­ingu og þátt­töku í leigu hjúkr­un­ar­heim­il­is fyr­ir aldr­aðra í Mos­fells­bæ, dags. 23. apríl 2010, ásamt við­auka frá 11. ág­úst 2011.

             

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita við­auka II um samn­ing um bygg­ingu og þátt­töku í leigu hjúkr­un­ar­heim­il­is fyr­ir aldr­aðra í Mos­fells­bæ milli vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar, dags. 23. apríl 2010, ásamt með við­auka frá 11. ág­úst 2011. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir einn­ig að vísa ákvörð­un um lán­töku til stað­fest­ing­ar í bæj­ar­stjórn.

            • 6. Beiðni um at­huga­semd­ir við frum­varps­drög um mat á um­hverf­isáhrif­um nr.106/2000201110271

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

              • 7. Sam­þykkt að­al­fund­ar EBÍ varð­andi ágóða­hluta­greiðsl­ur 2011201110277

                Til máls tóku: HS, JJB, HSv, ÓG, JS og BH.

                Er­ind­ið lagt fram, en þar kem­ur m.a. fram að ekki verð­ur um ágóða­hluta­greiðsl­ur til sveit­ar­fé­lag­anna að ræða vegna árs­ins 2011.

                 

                Til­laga.

                Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að Eign­ar­halds­fé­lagi EBÍ verði slit­ið.

                Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

                • 8. Er­indi SSH - til­lög­ur verk­efna­hóps 15 varð­andi mennta­mál201110293

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                  • 9. Reið­nám­skeið fyr­ir börn og ung­menni með ein­hvers­kon­ar fötlun201110300

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar og að hald­inn verði fund­ur með að­il­um svo sem óskað er.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30