Mál númer 201110277
- 9. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #568
Erindinu vísað frá 1050. fundi bæjarráðs þar sem um ágreining var að ræða við afgreiðslu á tillögu í bæjarráðinu um að leggja EBÍ niður.
Til máls tóku: HP, JJB, HS, HSv, JS og BH.
Fyrirliggjandi er tillaga frá 1050. fundi bæjarráðs um að leggja til að Eignarhaldsfélagi Brúnabótafélags Íslands hf. verði slitið.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að bæjarstjórn feli fjármálastjóra að reikna út fjárhagslega kosti við að gera upp EBÍ eða ekki með tilliti til rekstrarkostnaðar og ávöxtunar hjá EBÍ og því að minka má lántökur hjá Mosfellsbæ sé félagið gert upp.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun.
Bæjarfulltrúar D-, V- og S lista telja það alls ekki þjóna fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga að leggja niður Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Við það myndu sveitarfélög verða af um 2,4 milljarða framtíðar eignarhlut og yrði því tap Mosfellsbæjar umtalsvert þar sem bærinn á um 2,2% hlut í sameignarsjóði félagins. Mosfellsbær hefur frá árinu 1998 fengið um 76,4 milljónir í arð, auk styrkja sem félagasamtök og stofnanir hafa hlotið til ýmissa samfélagsverkefna.
Bókun.
Mosfellbær og önnur sveitarfélög sem aðild eiga að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands vilja ekki slíta félaginu vegna þess að þá fá einstaklingar sem eiga í sjóðnum greitt út, en við fráfall þeirra einstaklinga eignast sveitarfélögin höfuðstól þeirra. Þetta er siðlaust.<BR>Mosfellsbær er rekinn með tapi sem mæta þarf með lántöku og þarf því á öllu því fjármagni að halda sem hægt er að afla. Það er óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin vilji ekki kanna hvort hagkvæmara og siðlegra væri að leysa félagið upp.
- 3. nóvember 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1050
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, ÓG, JS og BH.
Erindið lagt fram, en þar kemur m.a. fram að ekki verður um ágóðahlutagreiðslur til sveitarfélaganna að ræða vegna ársins 2011.
Tillaga.
Íbúahreyfingin leggur til að Eignarhaldsfélagi EBÍ verði slitið.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.