11 month-3 2025 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Húsnæðisáætlun 2025202409638
Lögð eru fram til kynningar húsnæðisáæltun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Lagt fram og kynnt.
2. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulagsbreyting202306155
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinnsyni, dags. 08.04.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir landbúnaðarland að Helgadalsvegi 60. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands og fjölgun íbúðarhúsa á landareigninni auk frekari byggingarreita fyrir gróðurhús, aðstöðuhús, bílgeymslu, gestahús, smáhús og vélaskemmu, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði vegna ákvæða aðalskipulags.
3. Reykjalundur skrifstofur - deiliskipulagsbreyting202503766
Borist hefur erindi frá Páli Poulsen, f.h. Reykjalundar endurhæfingar ehf., dags. dags. 31.03.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu Reykjalundar. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit "G" fyrir skrifstofuhúsnæði austan við eldri skrifstofur og iðjuþjálfun. Heimilt verður að byggja allt að 1700 m2 húnsnæði á tveimur hæðum þar sem vegghæðir taka mið af aðliggjandi mannvirkjum, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að fyrirliggjandi deiliskipulagstillagan skuli hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og takmarkaðra grenndaráhrifa hennar. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd málsaðila sem eiganda lands- og fasteignaeigenda svæðisins eina hagsmunaaðila máls. Breytingartillaga deiliskipulagsins telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
4. Bergholt 16 - fyrirspurn um breytingu húsnæðis202503500
Borist hefur erindi frá Vífli M. Magnússyni, f.h. húseigenda að Bergholti 16, dags. 19.03.2025, með ósk um breytta notkun bílskúrs. Tillaga felur í sér að breyta bílskúr í íverurými íbúðar. Einnig felur tillaga í sér að byggt verði 10,8 m2 anddyri og geymsla auk 6,3 m2 glerskála, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna útlitsbreytinga, stækkunar og breytinga á notkun hluta húsnæðis. Skipulagsnefnd áréttar að aukaíbúð tilheyrir sama matshluta/eignarhluta og upphaflegt húsnæði að Bergholti 16 enda enn um einbýlishús að ræða. Öll bílaeign skal eftir sem áður geymd innan lóðar.
5. Reykjavegur 36 - aðkoma lóðar og innkeyrsla202502573
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. eiganda að Reykjavegi 36, dags. 25.02.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Tillagan felur í sér að færa núverandi innkeyrslu lóðar norðar auk þess að bæta við nýrri innkeyrslu sunnar á lóð við stoppustöð Strætó, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir skýrari gögnum frá málsaðila vegna umferðar og áhrif tenginga á Reykjaveg og stoppustöð Strætó. Skipulagsnefnd gerir kröfu um að gögn málsaðila verði unnin af fagaðilum í umferðar- og samgöngumálum sem rýni aðstæður svo hægt verði að taka afstöðu til tillögunnar.
6. Selmerkurvegur 17 - deiliskipulagsbreyting202504091
Borist hefur erindi frá KOA arkitektum ehf., f.h. lóðareigenda að Selmerkurvegi 17, dags. 04.04.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Tillagan felur í sér breytta aðkomu lóðarinnar sem áður var sameiginleg með lóðum 11, 13 og 15 en fer nú um lóðir 19 og 21, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og genndarkynnt aðliggjandi lóðum vegna aðkomu.
7. Æsustaðir L176793 og L176795 - deiliskipulag202504077
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni, eigendum landa Æsustaða 176793 og L176795, dags. 02.01.2025, með ósk um áframhalandi deiliskipulagsvinnu lands. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands innan þéttbýlismarka í Mosfellsdal í 10 íbúðarhúsalóðir, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði vegna þeirrar forsögu er fram kemur í erindinu.
8. Korputún 31-41 - aðal- og deiliskipulagsbreyting202504126
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni arkitekt, f.h. Reita, dags. 07.04.2025, með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Korputúni við Korpúlfsstaðaveg. Tillagan felur í sér að heimila frekari blöndun byggðar verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis með viðbættri íbúðaruppbyggingu
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og kynningu.
9. Fyrirspurn um uppbyggingu gistingar myrkurgæða í dreifbýli202504183
Borist hefur erindi frá Andra Steini Guðmundssyni og Árna Frey Magnússyni, f.h. Aurora Igloos ehf., dags. 26.03.2025, í formi fyrirspurnar um viðhorf sveitarfélagsins og skipulagsnefndar um uppbyggingu gistingar fyrir ferðamenn með áherslu á myrkurgæði utan þéttbýlis. Hjálagðar eru myndir og kynning af starfsemi fyrirtækisins sem hugar að frekari uppbyggingu gistiaðstöðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði í samræmi við umræður.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 545202504005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
10.1. Hjarðarland 1 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202503412
Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sendir fyrirspurn um hvort leyft verði að skrá sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss við Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.
10.2. Kolbrúnargata 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 202503355
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Lóugata nr. 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 562,2 m², 1730,2 m³.10.3. Völuteigur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202311585
Brimgarðar ehf. Sundagörðum 8 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis við Völuteig nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.