Mál númer 202503500
- 11 month-3 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Vífli M. Magnússyni, f.h. húseigenda að Bergholti 16, dags. 19.03.2025, með ósk um breytta notkun bílskúrs. Tillaga felur í sér að breyta bílskúr í íverurými íbúðar. Einnig felur tillaga í sér að byggt verði 10,8 m2 anddyri og geymsla auk 6,3 m2 glerskála, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna útlitsbreytinga, stækkunar og breytinga á notkun hluta húsnæðis. Skipulagsnefnd áréttar að aukaíbúð tilheyrir sama matshluta/eignarhluta og upphaflegt húsnæði að Bergholti 16 enda enn um einbýlishús að ræða. Öll bílaeign skal eftir sem áður geymd innan lóðar.