Mál númer 202502573
- 11 month-3 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. eiganda að Reykjavegi 36, dags. 25.02.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Tillagan felur í sér að færa núverandi innkeyrslu lóðar norðar auk þess að bæta við nýrri innkeyrslu sunnar á lóð við stoppustöð Strætó, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir skýrari gögnum frá málsaðila vegna umferðar og áhrif tenginga á Reykjaveg og stoppustöð Strætó. Skipulagsnefnd gerir kröfu um að gögn málsaðila verði unnin af fagaðilum í umferðar- og samgöngumálum sem rýni aðstæður svo hægt verði að taka afstöðu til tillögunnar.