Mál númer 202504183
- 11 month-3 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Andra Steini Guðmundssyni og Árna Frey Magnússyni, f.h. Aurora Igloos ehf., dags. 26.03.2025, í formi fyrirspurnar um viðhorf sveitarfélagsins og skipulagsnefndar um uppbyggingu gistingar fyrir ferðamenn með áherslu á myrkurgæði utan þéttbýlis. Hjálagðar eru myndir og kynning af starfsemi fyrirtækisins sem hugar að frekari uppbyggingu gistiaðstöðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði í samræmi við umræður.