Mál númer 202503766
- 11 month-3 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Páli Poulsen, f.h. Reykjalundar endurhæfingar ehf., dags. dags. 31.03.2025, með ósk um deiliskipulagsbreytingu Reykjalundar. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit "G" fyrir skrifstofuhúsnæði austan við eldri skrifstofur og iðjuþjálfun. Heimilt verður að byggja allt að 1700 m2 húnsnæði á tveimur hæðum þar sem vegghæðir taka mið af aðliggjandi mannvirkjum, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að fyrirliggjandi deiliskipulagstillagan skuli hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og takmarkaðra grenndaráhrifa hennar. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd málsaðila sem eiganda lands- og fasteignaeigenda svæðisins eina hagsmunaaðila máls. Breytingartillaga deiliskipulagsins telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.