Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2023202311183

  Útkomuspá ársins 2023 kynnt.

  Sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs kynnti út­komu­spá árs­ins 2023.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 2. For­send­ur fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga 2024-2027202308771

   Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

   Minn­is­blað frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga með upp­færð­um for­send­um fjár­hags­áætl­ana sveit­ar­fé­laga 2023-2026 lagt fram til kynn­ing­ar.

   Gestir
   • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

   Yfirlit yfir álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda árið 2024 lagt fram.

   Bæj­ar­stjóri og sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs gerðu grein fyr­ir til­lög­um um álagn­ingu fast­eigna­skatta og þjón­ustu­gjalda vegna árs­ins 2024.

   Gestir
   • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
   • 4. Breyt­ing á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld202309294

    Tillaga um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um breyt­ing­ar á sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 5. Fjár­hags­áætlun Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202311130

     Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.

     Bæj­ar­ráð vís­ar bréf­inu til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024.

     Bók­un bæj­ar­ráðs:
     Skála­fell hef­ur mögu­leika á að vera framúrsk­ar­andi skíða­svæði enda brekk­urn­ar góð­ar. Bæj­ar­ráð minn­ir á að það var for­senda þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í sam­eig­in­legri upp­bygg­ingu skíða­svæða í Bláfjöll­um að einn­ig yrði far­ið í upp­bygg­ingu í Skála­felli. Ljóst er að við nú­ver­andi að­stæð­ur er eðli­legt að doka við og út­færa nán­ar þarf­agrein­ingu og kostn­að­ar­áætlan­ir fram­kvæmda. Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir áherslu eig­enda­vett­vangs um að leita leiða til þess, inn­an rekst­urs skíða­svæð­is­ins, til til­fallandi opn­un­ar í Skála­felli þeg­ar þess er kost­ur.

     Gestir
     • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 6. Starfs- og fjár­hags­áætlun SSH fyr­ir árið 2024202311373

     Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi starfs- og fjár­hags­áætlun SSH fyr­ir árið 2024 og vís­ar henni til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.

    • 7. Um­sókn um styrk vegna þátt­töku í Evr­ópu­keppni golf­klúbba202311399

     Bréf frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni golfklúbba.

     Af­greiðslu máls­ins frestað.

     • 8. Ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leiru­vog - um­sagn­ar­beiðni202311351

      Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi er­indi með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

     • 9. Þrett­ánda­brenna neð­an Holt­hverf­is við Leiru­vog - um­sagn­ar­beiðni202311364

      Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi er­indi með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

     • 10. Kæra vegna tveggja smá­hýsa á lóð­inni Hamra­brekku 11202311511

      Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um að tvö smáhýsi á lóðinni Hamrabrekku 11 verði fjarlægð.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

      • 11. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á barna­vernd­ar­lög­um og lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga202311556

       Frá velferðarnefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 8. desember nk.

       Lagt fram.

      • 12. Frum­varp til laga um skatta og gjöld (gistinátta­skatt­ur, áfeng­is­gjald o.fl)202311370

       Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.

       Lagt fram.

      • 13. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga202311349

       Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.

       Lagt fram.

      • 14. Frum­varp til laga um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um (fjöldi full­trúa í sveit­ar­stjórn)202311567

       Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um sveitastjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 11. desember n.k.

       Lagt fram.

      • 15. Til­laga til þings­álykt­un­ar um Hús­næð­is­stefnu fyr­ir árin 2024-2028 ásamt fimm ára að­gerðaráætlun fyr­ir árin 2024-2028202311561

       Frá velferðarnefnd Alþingins tillaga til þingsályktunar um Húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028. Umsagnarbeiðni óskast eigi síðar en 11. desmber n.k.

       Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:49