Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sta­fræn hús­næð­isáætlun202112006

    Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar. Máli frestað á síðasta fundi.

    Bók­un M-lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins vek­ur at­hygli að gert er ráð fyr­ir tals­verðri um­fram þörf á hús­næði á næstu árum allt til árs­ins 2031 og sér­stak­lega hvað varð­ar fé­lags­legt hús­næði og sér­tæk bú­setu­úr­ræði hér í Mos­fells­bæ. For­senda og markmið sveit­ar­fé­lags­ins í lóða­mál­um og upp­bygg­ingu virð­ist byggja á Borg­ar­línu í óbyggðu Blikastaðalandi og frek­ari þétt­ingu byggð­ar. Einn­ig er áréttað að Mos­fells­bær á lít­ið land en ekki sér­stak­lega til­greint hve mik­ið land það er. Ekki er gerð lengri spá um lóða­fram­boð en út árið 2023 hér í Mos­fells­bæ. Svo virð­ist sem þessi áætlun sýni frem­ur fram á skipu­lagð­an skort og vænta má að þeim skorti verði mætt með byggð í út­ræstu vot­lendi við Blikastaði. Sök­um þessa má sjá, að óbreyttu, fram á veru­lega verð­hækk­un á hús­næði verði ekki stefnt á að deili­skipu­leggja meira land á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Kjör­ið tæki­færi er því að mæta slíku m.a. með upp­bygg­ingu á öðr­um svæð­um bæj­ar­ins í sam­ræmi við að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar.


    Bók­un D- og V-lista:
    Bók­un bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins er um eitt­hvað allt ann­að en þá sta­f­rænu hús­næð­isáætlun sem unn­in hef­ur ver­ið af starf­mönn­um Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bær er það sveit­ar­fé­lag sem boð­ið hef­ur upp á hlut­falls­lega lang­mesta fram­boð af lóð­um af sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að­al­skipu­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir að bær­inn geti stækkað veru­lega á næstu ára­tug­um. Bæj­ar­full­trú­ar V- og D- lista vilja þakka starfs­mönn­um fyr­ir vel unna áætlun.

    ***
    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi drög að starf­rænni hús­næð­isáætlun.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
  • 2. Kæra til ÚUA vegna höfn­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa á að beita úr­ræð­um skv. 1. mgr. 56 .gr. laga um mann­virki - mál nr. 130_2021202108209

    Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna höfnunar byggingarfulltrúa að beita úrræðum mannvirkjalaga lögð fram til kynningar.

    Úr­skurð­ur úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála, þar sem hafn­að er kröfu kær­anda um að felld verði úr gildi ákvörð­un bygg­ing­ar­full­trúa, lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

  • 3. Fyr­ir­spurn um end­ur­bæt­ur á Jón­st­ótt­ar­vegi að Gljúfra­steini202201615

    Fyrirspurn stjórnar Gljúfrasteins er varðar endurbætur á Jónstóttarvegi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að upp­lýsa máls­hefj­anda um stöðu á end­ur­bót­um Jón­st­ótt­ar­veg­ar.

    • 4. Til­laga til þings­álykt­un­ar um upp­lýs­inga­miðlun um heim­il­isof­beld­is­mál202201527

      Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi - umsagnarfrestur er 8. febrúar nk.

      Lagt fram.

    • 5. Til­laga til þings­álykt­un­ar um út­tekt á trygg­ing­ar­vernd í kjöl­far nátt­úru­ham­fara202201562

      Tilllaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara - umsagnarfrestur er 3. febrúar nk.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:38