3. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stafræn húsnæðisáætlun202112006
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar. Máli frestað á síðasta fundi.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vekur athygli að gert er ráð fyrir talsverðri umfram þörf á húsnæði á næstu árum allt til ársins 2031 og sérstaklega hvað varðar félagslegt húsnæði og sértæk búsetuúrræði hér í Mosfellsbæ. Forsenda og markmið sveitarfélagsins í lóðamálum og uppbyggingu virðist byggja á Borgarlínu í óbyggðu Blikastaðalandi og frekari þéttingu byggðar. Einnig er áréttað að Mosfellsbær á lítið land en ekki sérstaklega tilgreint hve mikið land það er. Ekki er gerð lengri spá um lóðaframboð en út árið 2023 hér í Mosfellsbæ. Svo virðist sem þessi áætlun sýni fremur fram á skipulagðan skort og vænta má að þeim skorti verði mætt með byggð í útræstu votlendi við Blikastaði. Sökum þessa má sjá, að óbreyttu, fram á verulega verðhækkun á húsnæði verði ekki stefnt á að deiliskipuleggja meira land á höfuðborgarsvæðinu. Kjörið tækifæri er því að mæta slíku m.a. með uppbyggingu á öðrum svæðum bæjarins í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Bókun D- og V-lista:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins er um eitthvað allt annað en þá stafrænu húsnæðisáætlun sem unnin hefur verið af starfmönnum Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er það sveitarfélag sem boðið hefur upp á hlutfallslega langmesta framboð af lóðum af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og aðalskipulagið gerir ráð fyrir að bærinn geti stækkað verulega á næstu áratugum. Bæjarfulltrúar V- og D- lista vilja þakka starfsmönnum fyrir vel unna áætlun.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi drög að starfrænni húsnæðisáætlun.Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
2. Kæra til ÚUA vegna höfnunar byggingarfulltrúa á að beita úrræðum skv. 1. mgr. 56 .gr. laga um mannvirki - mál nr. 130_2021202108209
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna höfnunar byggingarfulltrúa að beita úrræðum mannvirkjalaga lögð fram til kynningar.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa, lagður fram til kynningar.
3. Fyrirspurn um endurbætur á Jónstóttarvegi að Gljúfrasteini202201615
Fyrirspurn stjórnar Gljúfrasteins er varðar endurbætur á Jónstóttarvegi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að upplýsa málshefjanda um stöðu á endurbótum Jónstóttarvegar.
4. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál202201527
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi - umsagnarfrestur er 8. febrúar nk.
Lagt fram.
5. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara202201562
Tilllaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara - umsagnarfrestur er 3. febrúar nk.
Lagt fram.