Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. nóvember 2020 kl. 16:15,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Sturla Sær Erlendsson formaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Andrea Jónsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
  • Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Sturla Sær Erlendsson Formaður Íþrótta- og tómstundanenfdar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kjör íþrót­ta­karls og íþrótta­konu Mos­fell­bæj­ar 2020202011333

    Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2020

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar legg­ur til að kjör íþrót­ta­karls og íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 verði með sama sniði og fyrri ár hvað varð­ar til­nefn­ing­ar. Vegna sér­stakra að­stæðna vegna COVID 19 verð­ur at­höfn­in sjálf snið­in að þeim reglu­gerð­um sem gilda um sótt­varn­ir í janú­ar.

    • 2. Íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ. Fund­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar með fé­lög­um.202011334

      Á fund nefndarinnar mæta 16:45 Björgunarsveitin Kyndill 17:15 Motomos 17:45 Skátafélagið Mosverjar

      Fyr­ir hönd Björg­unn­ar­sveit­ar­inn­ar Kynd­ills mætti á fund­inn Helgi Kjart­ans­son formað­ur sveit­ar­inn­ar. Helgi fór yfir starf­semi sveit­ar­inn­ar á ár­inu, far­ald­ur­inn og elds­voði í hús­næði fé­lags­ins hef­ur sett starf­ið tölu­verð­ar skoðruð, en all­ir til­bún­ir þeg­ar að tak­mörk­un­um verð­ur létt.

      Fyr­ir hönd Motomos kom formað­ur fé­lags­ins Jó­hann Elíasson og Eg­ill Sverr­ir Eg­ils­son stjórn­ar­mað­ur. Far­ið yfir starf­ið á ár­inu. Mik­il upp­bygg­ing­ing hjá nýrri stjórn, og frá­bært starf.

      Fyr­ir hönd Mosverja mætti á fund nefnd­ar­inn­ar Dag­björt Brynj­ars­dótt­ir fé­lags­for­ingi fór yfir starf Mosverja á ár­inu. Þrátt fyr­ir áskor­an­ir og breytta tíma hef­ur starf­ið geng­ið nokk­uð vel. Ýmis verk­efni ver­ið hefðnund­in og óhefð­bund­in hafa ver­ið sett af stað þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir.

      Íþrótta-og tóm­stunda­nefnd þakk­ar gest­um sín­um kær­lega fyr­ir kom­una og fyr­ir frá­bært störf í þágu barna og ung­menna í Mos­fells­bæ.

      • 3. Skíða­svæð­in - rekstr­ar­upp­gjör janú­ar-ág­úst 2020202010401

        Rekstraruppgjör skíðasvæða janúar - Ágúst 2020

        Lagt fram.

      • 4. Skíða­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - fjár­hags­áætlun og gjaldskrá 2021202010276

        Fjárhagsáætlun 2021

        Lagt fram

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00