Mál númer 201905110
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Spurningarnar lagðar fram á 740. fundi bæjarstjórnar af bæjarfulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar, Stefáni Ómari Jónssyni og vörðuðu 1. dagskrárlið á 1399. fundi bæjarráðs, mál nr. 201905110 - Samkomulag um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson, kemur kl. 8.00 og kynnir málið.
Afgreiðsla 1399. fundar bæjarráðs samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1399
Anna Sigríður Guðnadóttir sat undir kynningu frá SSH.Framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson, kemur kl. 8.00 og kynnir málið.
Bæjarráð samþykkir samninginn á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu enda liggi fyrir samþykkt allra sveitarfélaganna og að greiðsla þeirra á kr. 500 mkr séu háðar því að ásættanlegur samningur náist við ríkið samanber grein 7. í samkomulagi SSH og Vegagerðarinnar
Bókun V-, D- og C-lista
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar fyrirliggjandi samningum um undirbúningsverkefni borgarlínunnar. Um er að ræða tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, fyrirkomulag og verkefnaskiptingu Vegagerðarinnar og SSH vegna þessa. Verkefnið er mikilvægur liður í því samkomulagi sem unnið er að á milli ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps sem vinnur að því er markmiðið að komast að samkomulagi um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7 milljarða á ári í 15 ár. Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu. Samþykkt fyrirliggjandi samninga um næstu skref hvað almenningssamgöngurnar varðar er mikilvæg en framhald heildaruppbyggingar samgöngumannvirkjanna ræðst síðan af því hvort ásættanlegur samningur náist á milli ríkis og sveitarfélaga.Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur mikilvægt að kanna, með tilsvarandi greiningar- og hönnunarvinnu, hvort ekki þurfi að forgangsraða framkvæmdum við önnur samgöngumannvirki en Borgarlínu til að ná fram auknum afköstum sem allra fyrst til að losa um umferðahnúta og tafir sem þegar skapa mikinn vanda og kostnað. Fulltrúi Miðflokksins samþykkir að Mosfellsbær taki þátt í þessari greiningar- og hönnunarvinnu með fyrirvara þeim er varðar kostnaðarþátttöku annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samning við ríkið um framangreinda vinnu.