Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201806076

  • 22. ágúst 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #722

    Nýr ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við bæj­ar­stjóra lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Drög verða kynnt á fund­in­um.

    Af­greiðsla 1361. bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 722. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 22. ágúst 2018

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #722

      Frestað frá síð­asta fundi. Nýr ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við bæj­ar­stjóra lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð.

      Har­ald­ur Sverris­son vík­ur sæti und­ir um­ræð­um um mál­ið.

      Bók­un C, L, M og S-lista: Bæj­ar­full­trú­ar C, L, M og S-lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar standa ekki að baki ráðn­inga­samn­ingi við bæj­ar­stjóra, odd­vita Sjálf­stæð­is­manna, sem sam­þykkt­ur var af meiri­hluta D og V lista á bæj­ar­ráðs­fundi 1362 þann 16. ág­úst 2018. Að mati minni­hluta hef­ur ekki ver­ið geng­ið úr skugga um að launa­sam­setn­ing bæj­ar­stjóra sé lög­mæt auk þess að vera ógagnsæ og fjár­hæð­ir of háar.

      Í fyrsta lagi leik­ur vafi á lög­mæti þeirr­ar ákvörð­un­ar meiri­hluta V og D lista að greiða bæj­ar­stjóra ekki sér­stak­lega laun fyr­ir bæj­ar­full­trú­a­starf­ið eins 32. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga kveð­ur á um og tel­ur minni­hlut­inn að það sé ámæl­is­vert að bíða ekki álits ráðu­neyt­is sveit­ar­stjórn­ar­mála á því at­riði enda ljóst að ekki tek­ur lang­an tíma að fá slíkt álit.

      Efa­semd­ir um lög­mæti samn­ings­ins voru viðr­að­ar á bæj­ar­ráðs­fundi strax við fyrri um­ræðu um ráðn­ing­ar­samn­ing­inn og var af­greiðslu frestað vegna þeirra. Meiri­hlut­inn ákvað engu að síð­ur að bíða ekki eft­ir því að fá álit ráðu­neyt­is sveit­ar­stjórn­ar­mála held­ur var ákveð­ið að breyta til bráða­birgða regl­um bæj­ar­ins um Launa­kjör í nefnd­um til þess að unnt væri að rétt­læta launa­sam­setn­ingu bæj­ar­stjóra. Með þess­ari ákvörð­un meiri­hluta V og D lista er far­ið á svig við anda sveit­ar­stjórn­ar­lag­anna og í stað­inn val­ið að fara í að­gerð­ir til að kom­ast hjá ákvæði lag­anna. Er það um­hugs­un­ar­efni hvers vegna slík vinnu­brögð eru við­höfð.

      Í öðru lagi telj­um við að laun­in séu úr takti við önn­ur laun sem sveit­ar­fé­lag­ið greið­ir og sam­setn­ing þeirra ógagnsæ. Þann­ig teld­um við eðli­legt að bæj­ar­stjóri fengi laun og hlunn­indi í takti við aðra starfs­menn Mos­fells­bæj­ar.

      Ábyrgð­in á ráðn­ing­ar­samn­ingi þess­um er að fullu og öllu hjá Vinstri græn­um og Sjálf­stæð­is­flokki.

      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, S-lista
      Stefán Ómar Jóns­son, L-lista
      Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, M-lista
      Valdi­mar Birg­is­son, C-lista

      Bók­un V og D lista vegna ráðn­ing­ar­samn­ings við bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar:

      Bæj­ar­full­trú­ar V og D lista benda á að laun bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar munu lækka í nýj­um samn­ingi um 8% eða 155 þús­und kr. á mán­uði, sam­an­lagt 1860 þús­und kr. á árs­grund­velli. Það ger­ir sam­tals 7,4 millj­ón­ir króna á kjör­tíma­bil­inu. Í nýj­um samn­ingi eru laun bæj­ar­stjóra und­ir ein­um hatti til ein­föld­un­ar og til auk­ins gagn­sæ­is.


      Af­greiðsla 1362. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 722. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 16. ágúst 2018

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1362

        Frestað frá síð­asta fundi. Nýr ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við bæj­ar­stjóra lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð.

        HS vék af fundi und­ir af­greiðslu máls­ins.

        Til­laga M lista: Drög að samn­ingi við bæj­ar­stjóra verði send bæj­ar­stjórn til um­ræðu áður en af­greiðsla á sér stað af hálfu bæj­ar­ráðs. Til­lag­an er felld með 2 at­kvæð­um.

        Bók­un C lista: Lagt var fram á fundi bæj­ar­ráðs 16. ág­úst 2018 mál sem frestað var frá fyrri fundi. Mál nr. 201806076 - Ráðn­ing bæj­ar­stjóra. Eng­in gögn fylgdu þessu máli í fund­ar­boð­un. Þessi hátt­ur var líka við­hafð­ur við fyrri kynn­ingu á þessu máli og var því mót­mælt þá af hálfu full­trúa Við­reisn­ar í bæj­ar­ráði. Af þessu leið­ir að full­trú­ar minni­hluta í ráð­inu hafa ekki haft tíma til þess að kynna sér mál­efn­ið og móta af­stöðu til þess. Þess­um vinnu­brögð­um er mót­mælt og bent á að í 15. gr.í Sveit­ar­stjórn­ar­laga, um boð­un og aug­lýs­ing funda, seg­ir fund­ar­boði skal fylgja dagskrá fund­ar­ins og þau gögn sem eru nauð­syn­leg til að sveit­ar­stjórn­ar­menn geti tek­ið upp­lýsta af­stöðu til mála sem þar eru til­greind.

        Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um 1362 fund­ar bæj­ar­ráðs að við gjaldskrá um Launa­kjör í nefnd­um og ráð­um Mos­fells­bæj­ar bæt­ist nýr lið­ur aft­ast sem hljóði svo: Til bráða­birgða: Til 1. Júní 2022 eru all­ar þókn­an­ir Mos­fells­bæj­ar til bæj­ar­stjóra innifald­ar í laun­um hans fyr­ir starf bæj­ar­stjóra. Full­trúi M lista sit­ur hjá.

        Fyr­ir­liggj­andi ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við bæj­ar­stjóra er sam­þykkt­ur með 2 at­kvæð­um 1362. fund­ar bæj­ar­ráðs. Full­trúi M lista sit­ur hjá.

        Bók­un M-lista: Full­trúi M-lista vill vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar sem síð­an get­ur vísað mál­inu til af­greiðslu bæja­ráðs­fund­ar eft­ir ít­ar­lega um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Taf­ir við ráðn­ingu bæj­ar­stjóra hafa kom­ið til vegna frest­un­ar meiri­hlut­ans á mál­inu sem slíku. Það að vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar yrði bæði lýð­ræð­is­legt og í sam­ræmi við ósk­ir kjós­enda um að gagn­sæi um ráðn­ingu bæj­ar­stjóra sé höfð að leið­ar­ljósi. Til­laga M-lista um það var felld af hálfu tveggja full­trúa D lista í bæj­ar­ráði. Með því fyr­ir­komu­lagi að lög­bund­in rétt­indi og laun bæj­ar­full­trúa séu spyrt sam­an við ráðn­ingu við­kom­andi að­ila og sett inn í ráðn­inga­samn­ing hans þar sem hann af­sali sér laun­um bæj­ar­full­trúa og að all­ar hans tekj­ur séu innifald­ar í launa­samn­ingi um bæj­ar­stjóra­stöðu gæti orkað tví­mæl­is. Ekki ligg­ur fyr­ir bind­andi álit við­kom­andi fagráðu­neyt­is og gögn vegna þessa dag­skrárlið­ar lágu ekki fyr­ir á fund­argátt fyr­ir fund­inn. Öll þessi vinna og allt form þess er van­bú­ið. Það er mið­ur. Hins veg­ar fagn­ar full­trúi M-lista að laun, sem hafa hækkað um­tals­vert síð­ustu miss­eri og ár, lækki hjá bæj­ar­stjóra. Hann hækk­ar þó um launa­flokk og fer upp í hærri launa­flokk en áður var.

      • 19. júlí 2018

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1361

        Nýr ráðn­ing­ar­samn­ing­ur við bæj­ar­stjóra lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Drög verða kynnt á fund­in­um.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1361. fund­ar bæj­ar­ráðs að fresta mál­inu til næsta fund­ar.

        • 13. júní 2018

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #719

          Ráðn­ing bæj­ar­stjóra sbr. 47. gr. í sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

          Til­laga hef­ur kom­ið fram frá V og D lista um að ráða Harald Sverris­son sem bæj­ar­stjóra kjör­tíma­bil­ið 2018 til 2022 og fela formanni bæj­ar­ráðs að gera við hann drög að ráðn­ing­ar­samn­ingi sem lagt verði fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar. Þar sem ekki kem­ur fram önn­ur til­laga telst hún sam­þykkt.