Mál númer 201711300
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Framgangur málsins ræddur.
Afgreiðsla 1332. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Framgangur málsins ræddur.
Bókun M-lista íbúahreyfingarinnar
1. desember sl. rann út frestur MBPC ehf., íslensks félags í eigu hollensks skúffufyrirtækisins, til að skila inn viðskiptaáætlun og viðurkenningu viðskiptabanka á því að félagið hefði fjárhagslega burði til að fjármagna byggingu 50 milljarða einkasjúkrahúss í landi Sólvalla í Reykjahverfi. Engin gögn bárust og getur sveitarfélagið því rift samningi við félagið sem nú hefur verið selt og nefnist Sólvellir heilsuþorp ehf.
Á fundi bæjarráðs 30. nóvember kynntu forsvarsmenn Sólvalla heilsuþorps ehf. nýjar hugmyndir að uppbyggingu á þessum 12 hekturum lands í eigu Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lagði til, óháð umræddum hugmyndum, að samningi yrði rift og í kjölfarið efnt til hugmyndasamkeppi meðal arkitekta og útboðs á uppbyggingu á grundvelli vinningstillögu.
Megin ástæður fyrir tillögunni eru að Íbúahreyfingunni finnst sjálfgefið að lóðum sveitarfélagsins sé ráðstafað í opnu útboðsferli, auk þess sem engin rannsóknarvinna, s.s. þarfagreining, mat á umhverfisþáttum o.s.frv. fór fram áður en aðalskipulagi var breytt og reiturinn skilgreindur í þágu sjúkrastofnunar.
Íbúaspár segja einnig til um að land á höfuðborgarsvæðinu verði fullbyggt innan 20-25 ára. Land í Mosfellsbæ verður því dýrmætara með hverju árinu sem líður
Skv. samningnum getur MBPC eignast landið gegn afar lágu gjaldi, þ.e. 12 hektarar lands á 168 milljónir sem þýðir að hverjir 1000 fm2 seljast á um 1,5 milljónir.
Bæjarstjórn ber að mati Íbúahreyfingarinnar skylda til að hafa biðlund til að gera sem mest úr eignum sveitarfélagsins. Vel undirbúin hugmyndasamkeppni er auk þess til þess fallin að kalla fagaðila úr ýmsum áttum að borðinu. Íbúahreyfingin telur að hagsmunum bæjarbúa sé best gætt með því að nota þá verkferla útboðs og samkeppni sem lög gera ráð fyrir, í stað þess að ráðstafa lóðum í lokuðu ferli og sjá til þess að sveitarfélagið fái sem best verð fyrir sínar eignir.
Íbúahreyfingin vill af ofangreindum ástæðum rifta samningi við Sólvelli heilsuþorp ehf., áður MBPC.
Sigrún H PálsdóttirBókun V og D lista
Á fundi bæjarráðs mættu aðilar sem áhuga hafa á að byggja upp heilsutengda atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Afgreiðsla bæjarráðs gekk eingöngu út á að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við þessa aðila um slík atvinnuuppbyggingar áform.Bókun fulltrúa S lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja eðlilegt að rætt verði nánar við eigendur Sólvalla heilsuþorps, um þeirra hugmyndir um uppbyggingu í landi Sólvalla áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framhald þessa máls. Ekki er tímabært fyrr en niðurstaða liggur fyrir úr samtali bæjarstjóra og forsvarsmanna fyrirtækisins að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um fundarstjórn forseta
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir þeirri valdníðslu forseta bæjarstjórnar, Bjarka Bjarnasonar, að meina bæjarfulltrúa, sem í þessu tilviki var flutningsmaður tillögu, um að taka til máls þriðja sinni. Sú ákvörðun gengur í berhögg við samþykktir sveitarfélagsins.
Í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar segir í 15. gr. um Fundarsköp og ritun fundargerða.: “Bæjarstjórnarmaður má tala tvisvar við hverja umræðu máls. Heimilt er þó bæjarstjórnarmanni að taka oftar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Framkvæmdastjóri, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður mega þó tala oftar en tvisvar við hverja umræðu máls. “
Sigrún H PálsdóttirFundargerð 1333. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum. Afgreiðsla 1333. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Samþykkt með 8 atkvæmðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar sat hjá.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Ósk um að gerður verði viðauki við lóðarleigusamning um Sólvelli vegna hugmynda að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla. Bréfritari mætir á fundinn ásamt Þresti Sigurðssyni frá Capacent og kynnir hugmyndir að uppbyggingu.
Afgreiðsla 1332. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1333
Framgangur málsins ræddur.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að samningi við Sólvelli heilsuþorp ehf. verði rift og efnt til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um uppbyggingu á 12 hektara landi Mosfellsbæjar við Sólvelli í Reykjahverfi. Í kjölfarið verði efnt til útboðs á grundvelli vinningstillögu.
Skv. aðalskipulagi er lóðin skilgreind sem svæði fyrir þjónustustofnanir og hótel. Engin fagleg vinna s.s. þarfagreining og mat á umhverfi og staðsetningu liggur þeirri ákvörðun til grundvallar og kæmu tillögur um annars konar byggð því líka til greina að mati Íbúahreyfingarinnar.
Hugmyndir Sólvalla heilsuþorps um uppbyggingu á Sólvallareit eru spennandi og því upplagt að fyrirtækið taki þátt í samkeppninni.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun fulltrúa V-lista
Fulltrúi vinstri-grænna í bæjarráði er fylgjandi því að teknar verði upp viðræður við fyrirtækið Sólvelli um byggingu heilsuhótels í Mosfellsbæ. Hinsvegar er hann ekki hlynntur starfsemi á umræddu landsvæði sem byggir á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við Sólvelli heilsuþorp ehf. um möguleg uppbyggingaráform á lóð í landi Sólvalla.
- 30. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1332
Ósk um að gerður verði viðauki við lóðarleigusamning um Sólvelli vegna hugmynda að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla. Bréfritari mætir á fundinn ásamt Þresti Sigurðssyni frá Capacent og kynnir hugmyndir að uppbyggingu.
Á fundinn mættu Sturla Sighvatsson (SS) og Þröstur Sigurðsson (ÞS) og kynntu hugmyndir að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla.