30. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Snorraverkefnið 2018 - Ósk um stuðning201711267
Óskað er stuðnings Mosfellsbæjar við verkefnið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu menningarmálanefndar.
2. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Erindi Sorpu - Móttaka og flokkun á plasti til endurvinnslu
Samþykkt með þremur atkvæðum að Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri, verði tengiliður Mosfellsbæjar vegna kynningarmála í tengslum við móttöku og flokkun á plasti. Jafnframt er erindið sent til kynningar í umhverfisnefnd.
3. Uppbyggingaráform Sólvalla201711300
Ósk um að gerður verði viðauki við lóðarleigusamning um Sólvelli vegna hugmynda að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla. Bréfritari mætir á fundinn ásamt Þresti Sigurðssyni frá Capacent og kynnir hugmyndir að uppbyggingu.
Á fundinn mættu Sturla Sighvatsson (SS) og Þröstur Sigurðsson (ÞS) og kynntu hugmyndir að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla.