Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Snorra­verk­efn­ið 2018 - Ósk um stuðn­ing201711267

    Óskað er stuðnings Mosfellsbæjar við verkefnið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu menn­ing­ar­mála­nefnd­ar.

  • 2. Sér­söfn­un á plasti frá heim­il­um201704145

    Erindi Sorpu - Móttaka og flokkun á plasti til endurvinnslu

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Tóm­as G. Gíslason, um­hverf­is­stjóri, verði tengi­lið­ur Mos­fells­bæj­ar vegna kynn­ing­ar­mála í tengsl­um við mót­töku og flokk­un á plasti. Jafn­framt er er­ind­ið sent til kynn­ing­ar í um­hverf­is­nefnd.

  • 3. Upp­bygg­ingaráform Sól­valla201711300

    Ósk um að gerður verði viðauki við lóðarleigusamning um Sólvelli vegna hugmynda að uppbyggingu heilsustarfsemi í landi Sólvalla. Bréfritari mætir á fundinn ásamt Þresti Sigurðssyni frá Capacent og kynnir hugmyndir að uppbyggingu.

    Á fund­inn mættu Sturla Sig­hvats­son (SS) og Þröst­ur Sig­urðs­son (ÞS) og kynntu hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu heils­u­starf­semi í landi Sól­valla.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00