Mál númer 2017081408
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Umsögn lögmanns lögð fram.
Afgreiðsla 1321. fundar bæjarráðs samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. september 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1321
Umsögn lögmanns lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að bæjarráð/bæjarstjórn aðhafist í máli varabæjarfulltrúa
Skv. áliti lögmanns bæjarins getur bæjarstjórn Mosfellsbæjar ekki tekið mark á opinberum yfirlýsingum varabæjarfulltrúans Jóns Jósefs Bjarnasonar um afsögn. Sú niðurstaða leiðir af sér að hann heldur áfram að hirða laun úr bæjarsjóði þrátt fyrir að sinna ekki skyldum sínum sem varabæjarfulltrúi. Hún þýðir einnig að kjósendur og M-listi eru sviptir þeim lýðræðislega rétti, sem sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir, að tilnefna starfandi varabæjarfulltrúa.
Að mati M-lista verður við svofellt ástand ekki unað og gerir bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar því að tillögu sinni að bæjarráð og bæjarstjórn aðhafist í þessu máli með því að senda varabæjarfulltrúa ábyrgðarbréf þar sem vísað er í opinberar yfirlýsingar hans um afsögn og hann beðinn að staðfesta hana eða bera til baka innan tilgreindra tímamarka. Geri hann ekki annað hvort muni bæjarstjórn líta svo á að fyrrgreindar opinberar tilkynningar feli í sér afsögn hans af þeim ástæðum sem þar eru tilgreindar, þ.e. af persónulegum ástæðum, enda hafi hann ekki sinnt fundarboðum síðan þær birtust.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun D-, V- og S- lista
Bæjarráð hefur þegar aðhafst í málinu með því að fjalla um það á fundum sínum. Fyrir liggur minnisblað lögmanns bæjarins þar sem fram kemur að á meðan umræddur varabæjarfulltrúi hefur ekki beint formlegu erindi til bæjarstjórnar þar sem hann óskar eftir því að fá lausn frá störfum, og ekki liggur fyrir að hann hafi misst kjörgengi, er bæjarstjórn ekki heimilt að veita umræddum varabæjarfulltrúa lausn frá störfum.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að bæjarráð skuli ekki sjá ástæðu til að leiða þetta mál til lykta. Sveitarfélagið greiðir Jóni Jósef laun sem varabæjarfulltrúi þrátt fyrir að hann hafi sagt sig opinberlega frá því starfi. Bæjarráð fer með fjármálastjórn bæjarins, auk þess að hafa lögbundið eftirlit með henni og á þess ábyrgð að sjá til þess að fjármunum bæjarbúa sé vel varið. Með aðgerðarleysi sínu bregst ráðið því hlutverki sínu og sviptir M-lista um leið þeim rétti að hafa starfandi varabæjarfulltrúa.
Það er ekkert í sveitarstjórnarlögum sem segir til um að varabæjarfulltrúar skuli senda bæjarstjórn formlegt erindi um afsögn. Jón Jósef sagði af sér með sannanlegum hætti og hefur ekki sinnt fundarboðum sem er staðfesting á afsögn hans. Íbúahreyfingin telur það vera næga ástæðu til að bæjarráð og bæjarstjórn aðhafist í málinu með þeim hætti sem tillaga Íbúahreyfingarinnar segir til um.Bókun D-, V- og S- lista
Ítrekuð er fyrri bókun og vísað til umsagnar lögmanns bæjarins. - 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Mál sett á dagskrá að ósk Íbúahreyfingarinnar
Afgreiðsla 1319. fundar bæjarráðs samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. ágúst 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1319
Mál sett á dagskrá að ósk Íbúahreyfingarinnar
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir því við bæjarráð að það leggi til við bæjarstjórn að taka til afgreiðslu afsögn Jóns Jósefs Bjarnasonar sem varabæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, þrátt fyrir að formlegt erindi hans til bæjarstjórnar þess efnis liggi ekki fyrir. Sjá greinargerð um tillöguna í fylgiskjali.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar lögmanns.
Bryndís Haraldsóttir víkur af fundi kl. 8:40.