Mál númer 2015082141
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Upplýsingar frá landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Fljótsdalshéraði.
Afgreiðsla 237. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #237
Upplýsingar frá landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Fljótsdalshéraði.
Fulltrúar fjölskyldunefndar sem sóttu landsfund jafnréttisnefnda gerðu grein fyrir fundinum og áskorunum til sveitarstjórna sem fundurinn samþykkti.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október nk. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir. Landsfundurinn er opinn fulltrúum jafnréttisnefnda sveitarfélaga eða þeim nefndum sem hefur verið falið þeirra hlutverk. Einnig er annað sveitarstjórnarfólk velkomið ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.
Afgreiðsla 234. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. september 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #234
Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 8. og 9. október nk. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir. Landsfundurinn er opinn fulltrúum jafnréttisnefnda sveitarfélaga eða þeim nefndum sem hefur verið falið þeirra hlutverk. Einnig er annað sveitarstjórnarfólk velkomið ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.
Tilkynning um landsfund jafnréttisnefnda 8. og 9. október 2015 sem haldinn verður á Fljótsdalshéraði, kynnt. Gert er ráð fyrir því að tveir fulltrúar frá fjölskyldunefnd sæki fundinn.