Mál númer 201502277
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Lögð fram niðurstaða úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga sem tengjast sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 231. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Lögð fram niðurstaða úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga sem tengjast sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa:$line$Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur alvarlega þær ábendingar sem fram koma í skýrslunni um ábyrgð bæjarstjórnar á því lögbundna verkefni sem ferðaþjónusta fatlaðs fólks er. Bæjarstjórn harmar þau óþægindi sem þjónustuþegar hafa orðið fyrir vegna erfiðleika við innleiðingu þjónustunnar og biður hlutaðeigandi afsökunar. Bæjarstjórn hefur miklar væntingar til þess að þjónustan sé nú öruggari og betri en hún hefur verið áður.$line$$line$Afgreiðsla 1214. fundar bæjarráðs samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1213
Lögð fram niðurstaða úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga sem tengjast sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Hallur Símonarson (HS), innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, Kristína Baldursdóttur (KS) sérfræðingur hjá innri endurskoðanda, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar greinagóða skýrslu. Í henni fellst mikill lærdómur sem mikilvægt er að nýta í mögulegum samstarfsverkefnum sveitarfélaganna í framtíðinni.