21. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar vegna erindis sent til lögmanns bæjarins201505152
Sveinn Óskar Sigurðsson kvartar yfir meðferð lögmanns bæjarins á erindi hans.
Bæjarráð telur að það samræmist ekki hlutverki lögmanns bæjarins að veita bréfritara þá umfangsmiklu sérfræðiráðgjöf sem hann fer fram á.
2. Umsókn um lóð - Desjamýri 10201505109
Umsókn Mótandi ehf. um lóð við Desjamýri 10 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um umsækjanda.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda201505029
Minnisblað lögmanns lagt fram, ásamt drögum að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
4. Kjarasamningur Félags grunnskólakennara201505169
Lögð fram og kynnt kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á áhrifum kjarasamnings og vinnumats honum tengdum við Félag grunnskólakennara.
Inga Rún Ólafsdóttir (IRÓ), sviðstjóri kjarasviðs og formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri Mosfellsbæjar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar greinargóða kynningu.
5. Erindi innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar varðandi fyrirkomulag ferðaþjónustu fatlaðra201502277
Lögð fram niðurstaða úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga sem tengjast sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Hallur Símonarson (HS), innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, Kristína Baldursdóttur (KS) sérfræðingur hjá innri endurskoðanda, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar greinagóða skýrslu. Í henni fellst mikill lærdómur sem mikilvægt er að nýta í mögulegum samstarfsverkefnum sveitarfélaganna í framtíðinni.