16. febrúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Yfirlýsing Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis skátafélagsins201202075
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna og jafnframt verði erindið sent íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um 12 ára fjarskiptaáætlun201202085
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um 4 ára fjarskiptaáætlun201202086
Til máls tók: HS. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
4. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsögn um Kaffihúsið Álafossi201202090
Til máls tóku: HS, JJB, BH, SÓJ, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2012201202106
Til máls tóku: HS, BH og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við H.F. verðbréf hf. um útgáfu og sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 11 1 að nafnverði 500 mkr., afgreiðsla skuldabréfaflokksins verði síðan vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
6. Atvinnuátakið Vinnandi vegur201202128
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra til umsagnar.
7. Sumarstörf 2012201202129
Til máls tóku: HS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að haga sumarstörfum sumarið 2012 í samræmi við minnisblað mannauðsstjóra þar um sem er sama verklag og viðhaft var á síðast liðnu ári.
8. Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ201202130
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir þessum dagskrálið sbr. meðfylgjandi tölvupósti.
Til máls tóku: JJB og HSv.
Erindinu frestað til næsta fundar.