27. september 2012 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahvoll 41, Stækkun á 1. hæð -áður kjallari201209285
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stækka úr steinsteypu og timbri íbúðarhúsið að Reykjahvoli 41 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkunin er innan ramma deiliskipulags lóðarinnar.
Stækkun húss. 66,9 m2, 142,5 m3.
Samþykkt.2. Braut,Æsustaðavegur 4, lnr. 123743, umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishús og bílskúr2011081966
Björgvin Snæbjörnsson Ármúla 24 Reykjavík fh.Herdísar Þórisdóttur sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu og tveggja hæða einbýlishús úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 4 við Æsustaðaveg / Braut samkvæmt framlögðum gögnum.
Gert er ráð fyrir að bílgeymslan byggist fyrst en síðar verði núverandi sumarbústaður rifinn og íbúðarhúsið byggt í framhaldi af því.
Mannvirkin rúmast innan ramma deiliskipulags lóðarinnar.
Stærð: Bílgeymsla 72,0 m2, 342,0 m3. Íbúðarhús 1. hæð 165,5 m2, 2. hæð 112,2 m2, 914,8 m3.
Samþykkt.3. Háholt 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlega kennslustofu.201209218
Mennta og menningarmálráðuneytið Sölvhólsgötu 4 sækir um leyfi fyrir færanlegri kennslustofu úr timbri á lóðinni nr. 3 við Háholt / Brúarland.
Húsið er staðsett á sama grunni og færanleg stofa stóð á en var flutt að Lágafellsskóla sl. sumar.
Húsið skráist sem matshluti 5.
Stærð : 62,7 m2, 212,9 m3.
Samþykkt.