2. október 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 217201209024F
Fundargerð lögð fram til kynningar á 328. fundi skipulagsnefndar
1.1. Reykjahvoll 41, Stækkun á 1. hæð -áður kjallari 201209285
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 217. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa
1.2. Braut,Æsustaðavegur 4, lnr. 123743, umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishús og bílskúr 2011081966
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 217. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa
1.3. Háholt 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlega kennslustofu. 201209218
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 217. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa
Almenn erindi
2. Bréf íbúa vegna motocrossbrautar201209065
Lagt fram bréf frá Kristbjörgu E Kristmundsdóttur og Erni Marínóssyni dags. 2.9.2012 ásamt undirskriftalista með 22 nöfnum íbúa í landi Varmadals norðan Leirvogsár, þar sem kvartað er undan ónæði af motokrossbrautum sunnan Leirvogsár og mælst til þess að bæjarráð beiti sér fyrir því að brautirnar verði lagðar af. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1089. fundi bæjarráðs.
Lagt fram bréf frá Kristbjörgu E Kristmundsdóttur og Erni Marínóssyni dags. 2.9.2012 ásamt undirskriftalista með 22 nöfnum íbúa í landi Varmadals norðan Leirvogsár, þar sem kvartað er undan ónæði af motokrossbrautum sunnan Leirvogsár og mælst til þess að bæjarráð beiti sér fyrir því að brautirnar verði lagðar af. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1089. fundi bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að umsögn um málið með áorðnum breytingum og felur skipulagsfulltrúa að senda hana bæjarráði.3. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Tekið fyrir að nýju bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Afgreiðslu frestað á 327. fundi.
Tekið fyrir að nýju bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Afgreiðslu frestað á 327. fundi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að útfæra og leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga, um óverulegar breytingar á deiliskipulagi. Nefndin leggur áherslu á að tillögunni fylgi greinargóðar þrívíðar skýringarmyndir, þar sem breytingum verði skeytt inn í ljósmyndir af næsta umhverfi.4. Skráning umferðarslysa á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi 2005-2011201209202
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 og kort sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum, svo og gögn um mælingar á umferðarhraða og orsakir slysa á Þingvallavegi í Mosfellsdal. Frestað á 327. fundi.
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 og kort sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum, svo og gögn um mælingar á umferðarhraða og orsakir slysa á Þingvallavegi í Mosfellsdal. Frestað á 327. fundi.
Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita Vegagerðinni bréf vegna nauðsynlegra úrbóta í umferðaröryggismálum í Mosfellsdal.5. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi.
Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi.
Frestað.6. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting: Stækkun lóðar201209370
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Meltún, sem felst í því að lóð Völuteigs 25-29 stækkar til vesturs um 315 m2.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Meltún, sem felst í því að lóð Völuteigs 25-29 stækkar til vesturs um 315 m2.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.7. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa S-lista sem fram kom við afgreiðslu tillögu að aðalskipulagi á 589. fundi bæjarstjórnar, um að unnin verði úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ og skoðað hvort niðurstöður þeirrar vinnu hafi áhrif á landnotkun samkvæmt aðalskipulaginu. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulagsnefndar og umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðargreiningar.
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa S-lista sem fram kom við afgreiðslu tillögu að aðalskipulagi á 589. fundi bæjarstjórnar, um að unnin verði úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ og skoðað hvort niðurstöður þeirrar vinnu hafi áhrif á landnotkun samkvæmt aðalskipulaginu. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulagsnefndar og umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðargreiningar.
Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman upplýsingar um mögulega tilhögun og kostnað við rannsókn af þessu tagi.8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun201210013
Bryndís Haraldsdóttir fulltrúi Mosfellsbæjar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins gerði grein fyrir umræðum í nefndinni og stöðu mála við endurskoðun svæðisskipulagsins.