Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. október 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 217201209024F

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 328. fundi skipu­lags­nefnd­ar

    • 1.1. Reykja­hvoll 41, Stækk­un á 1. hæð -áður kjall­ari 201209285

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greitt á 217. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa

    • 1.2. Braut,Æs­ustaða­veg­ur 4, lnr. 123743, um­sókn um bygg­inga­leyfi fyr­ir ein­býl­is­hús og bíl­skúr 2011081966

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greitt á 217. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa

    • 1.3. Há­holt 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir fær­an­lega kennslu­stofu. 201209218

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greitt á 217. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa

    Almenn erindi

    • 2. Bréf íbúa vegna motocross­braut­ar201209065

      Lagt fram bréf frá Kristbjörgu E Kristmundsdóttur og Erni Marínóssyni dags. 2.9.2012 ásamt undirskriftalista með 22 nöfnum íbúa í landi Varmadals norðan Leirvogsár, þar sem kvartað er undan ónæði af motokrossbrautum sunnan Leirvogsár og mælst til þess að bæjarráð beiti sér fyrir því að brautirnar verði lagðar af. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1089. fundi bæjarráðs.

      Lagt fram bréf frá Krist­björgu E Krist­munds­dótt­ur og Erni Marínós­syni dags. 2.9.2012 ásamt und­ir­skriftal­ista með 22 nöfn­um íbúa í landi Varma­dals norð­an Leir­vogs­ár, þar sem kvartað er und­an ónæði af motokross­braut­um sunn­an Leir­vogs­ár og mælst til þess að bæj­ar­ráð beiti sér fyr­ir því að braut­irn­ar verði lagð­ar af. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar á 1089. fundi bæj­ar­ráðs.
      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög að um­sögn um mál­ið með áorðn­um breyt­ing­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda hana bæj­ar­ráði.

      • 3. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

        Tekið fyrir að nýju bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Afgreiðslu frestað á 327. fundi.

        Tek­ið fyr­ir að nýju bréf frá Kristjáni Erni Jóns­syni fh. bygg­ing­ar­fé­lags­ins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eft­ir að nefnd­in taki er­indi um breyt­ingu á hús­inu úr tví­býl­is­húsi í fjög­urra íbúða hús fyr­ir á nýj­an leik í ljósi rök­semda sem sett­ar eru fram í bréf­inu. Af­greiðslu frestað á 327. fundi.
        Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda að út­færa og leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til grennd­arkynn­ing­ar skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipu­lagslaga, um óveru­leg­ar breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi. Nefnd­in legg­ur áherslu á að til­lög­unni fylgi grein­ar­góð­ar þrívíð­ar skýr­ing­ar­mynd­ir, þar sem breyt­ing­um verði skeytt inn í ljós­mynd­ir af næsta um­hverfi.

        • 4. Skrán­ing um­ferð­ar­slysa á Vest­ur­lands­vegi og Þing­valla­vegi 2005-2011201209202

          Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 og kort sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum, svo og gögn um mælingar á umferðarhraða og orsakir slysa á Þingvallavegi í Mosfellsdal. Frestað á 327. fundi.

          Lagt fram minn­is­blað Eflu verk­fræði­stofu dags. 4.9.2012 og kort sem sýna stað­setn­ingu, fjölda og flokk­un um­ferðaró­happa og slysa í bæn­um, svo og gögn um mæl­ing­ar á um­ferð­ar­hraða og or­sak­ir slysa á Þing­valla­vegi í Mos­fells­dal. Frestað á 327. fundi.
          Nefnd­in fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að rita Vega­gerð­inni bréf vegna nauð­syn­legra úr­bóta í um­ferðarör­ygg­is­mál­um í Mos­fells­dal.

          • 5. Fram­kvæmd­ir í Æv­in­týragarði201206253

            Gerð verður grein fyrir framgangi framkvæmda í Ævintýragarði, sbr. bókun á 324. fundi.

            Gerð verð­ur grein fyr­ir fram­gangi fram­kvæmda í Æv­in­týragarði, sbr. bók­un á 324. fundi.
            Frestað.

            • 6. Völu­teig­ur 25-29, deili­skipu­lags­breyt­ing: Stækk­un lóð­ar201209370

              Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Meltún, sem felst í því að lóð Völuteigs 25-29 stækkar til vesturs um 315 m2.

              Lögð fram til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi iðn­að­ar­svæð­is við Meltún, sem felst í því að lóð Völu­teigs 25-29 stækk­ar til vest­urs um 315 m2.
              Sam­þykkt að grennd­arkynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipu­lagslaga sem óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

              • 7. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa S-lista sem fram kom við afgreiðslu tillögu að aðalskipulagi á 589. fundi bæjarstjórnar, um að unnin verði úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ og skoðað hvort niðurstöður þeirrar vinnu hafi áhrif á landnotkun samkvæmt aðalskipulaginu. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulagsnefndar og umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðargreiningar.

                Lögð fram til­laga bæj­ar­full­trúa S-lista sem fram kom við af­greiðslu til­lögu að að­al­skipu­lagi á 589. fundi bæj­ar­stjórn­ar, um að unn­in verði út­tekt á jarð­mynd­un­um og vist­kerf­um í Mos­fells­bæ og skoð­að hvort nið­ur­stöð­ur þeirr­ar vinnu hafi áhrif á land­notk­un sam­kvæmt að­al­skipu­lag­inu. Bæj­ar­stjórn vís­aði til­lög­unni til skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og kostn­að­ar­grein­ing­ar.
                Nefnd­in fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að taka sam­an upp­lýs­ing­ar um mögu­lega til­hög­un og kostn­að við rann­sókn af þessu tagi.

                • 8. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, end­ur­skoð­un201210013

                  Bryndís Har­alds­dótt­ir full­trúi Mos­fells­bæj­ar í sam­vinnu­nefnd um svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gerði grein fyr­ir um­ræð­um í nefnd­inni og stöðu mála við end­ur­skoð­un svæð­is­skipu­lags­ins.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00