23. júní 2011 kl. 19:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011201105212
Seinni umferð kjörs bæjarlistamanns Mosfellsbæjar fór fram.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2011 verði Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndagerðarmaður.
Bergsteinn Björgúlfsson hefur ljáð íslenskri kvikmyndagerð auga sitt og hlotið mikið lof fyrir. Hann hefur hreppt Edduverðlaunin oftar en nokkur annar eða 5 verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Bergsteinn var kvikmyndatökumaður í myndunum Mýrin, Bjarnfreðarson, Brúðguminn, Syndir feðranna, Djúpið, Kóngavegur, Börn, Foreldrar, Astrópía, Reykjavík-Rotterdam svo einhverjar séu nefndar auk sjónvarpsmyndanna Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Réttur og Hlemmavídeó.