Mál númer 201009049
- 22. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #542
Minnisblað bæjarstjóra varðandi stofnun lýðræðisnefndar.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HP, JS, KT, HS og BH.</DIV><DIV>Afgreiðsla 994. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Jóns Jósef Bjarnasonar um að nefndin kjósi sér sjálf formann felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga um tilnefningu fulltrúa í lýðræðisnefnd:</DIV><DIV>fulltrúar D lista, aðalfulltrúi Herdís Sigurjónsdóttir og varafulltrúi Bryndís Haraldsdóttir,</DIV><DIV>fulltrúar M lista, aðalfulltrúi Jón Jósef Bjarnason og varafulltrúi Þórður Björn Sigurðsson,</DIV><DIV>fulltrúar S lista, aðalfulltrúi Anna Sigríður Guðnadóttir og varafulltrúi Jónas Sigurðsson,</DIV><DIV>fulltrúar V lista, aðalfulltrúi Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir og varafulltúi Karl Tómasson.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Fleiri tilnefningar komu ekki fram og eru ofangreindir því rétt kjörnir aðal- og varafulltrúar í Lýðræðisnefnd.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 16. september 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #994
Minnisblað bæjarstjóra varðandi stofnun lýðræðisnefndar.
Til máls tóku: HS, JS, JJB, BB, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að setja á stofn lýðræðisnefnd í samræmi við framlagt minnisblað bæjarstjóra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Tillaga um að starfshópurinn kjósi sér formann felld með þremur atkvæðum.
Vísað til næsta fundar bæjarstjórnar að hún tilnefni fulltrúa í nefndina.
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi óskar eftir þessum lið á dagskrá fundarins og óskar eftir umræðu um stöðu þessa máls.
Til máls tóku: JJB, HSv, JS, KGÞ, HS, BH og KT.
Umræður fóru fram um væntnlega lýðræðisnefnd og upplýsti bæjarstjóri í þeim umræðum að von væri á uppleggi að því hvernig standa mætti að skipan nefndarinnar þar á meðal að fulltrúar allra stjórnmálaafla fengju aðild að mótun og starfi nefndarinnar.