16. september 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur vegna aðgangs að fundargátt201007176
Áður á dagskrá 988. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt voru drög að reglum. Reglurnar eru hérna uppsettar og til kynningar.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB, JS, BH og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum uppsettar reglur um aðganga að fundargátt Mosfellsbæjar.
2. Ný aðkoma að golfvelli á Blikastaðanesi201006260
Hjálagt er minnisblað frmkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JJB, BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa verðkönnun vegna nýs bráðabirgðavegar að golfvelli í gegnum óskipulagt landssvæði á Blikastöðum og í framhaldinu verði áætlað fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun árisins 2011.
3. Beiðni um umsögn vegna skotæfingasvæðis í Lækjarbotnum201009027
Til máls tóku: HS, JJB, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og jafnframt óskað eftir því við eftirlitið að umhverfissvið og umhverfisnefnd fái að fylgjast með framgangi málsins.
4. Lýðræðisnefnd201009049
Minnisblað bæjarstjóra varðandi stofnun lýðræðisnefndar.
Til máls tóku: HS, JS, JJB, BB, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að setja á stofn lýðræðisnefnd í samræmi við framlagt minnisblað bæjarstjóra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Tillaga um að starfshópurinn kjósi sér formann felld með þremur atkvæðum.
Vísað til næsta fundar bæjarstjórnar að hún tilnefni fulltrúa í nefndina.
5. Erindi Máleflis varðandi talþjálfun barna og unglinga201009076
Til máls tóku: JJB, HSv og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Jafnframt verði framkvæmdastjóranum falið að upplýsa fræðslunefnd um erindið.
6. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010201009106
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa fund með fjárlaganefnd og bæjarráði