Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. september 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Regl­ur vegna að­gangs að fund­argátt201007176

    Áður á dagskrá 988. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt voru drög að reglum. Reglurnar eru hérna uppsettar og til kynningar.

    Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB, JS, BH og HSv.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um upp­sett­ar regl­ur um að­ganga að fund­argátt Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Ný að­koma að golf­velli á Blikastaðanesi201006260

      Hjálagt er minnisblað frmkvæmdastjóra umhverfissviðs.

      Til máls tóku: HS, JJB, BH og JS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­búa verð­könn­un vegna nýs bráða­birgða­veg­ar að golf­velli í gegn­um óskipu­lagt lands­svæði á Blika­stöð­um og í fram­hald­inu verði áætlað fyr­ir fram­kvæmd­inni í fjár­hags­áætlun áris­ins 2011.

      • 3. Beiðni um um­sögn vegna skotæf­inga­svæð­is í Lækj­ar­botn­um201009027

        Til máls tóku: HS, JJB, JS og BH.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is og jafn­framt óskað eft­ir því við eft­ir­lit­ið að um­hverf­is­svið og um­hverf­is­nefnd fái að fylgjast með fram­gangi máls­ins.

        • 4. Lýð­ræð­is­nefnd201009049

          Minnisblað bæjarstjóra varðandi stofnun lýðræðisnefndar.

          Til máls tóku: HS, JS, JJB, BB, HSv og BH.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að setja á stofn lýð­ræð­is­nefnd í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað bæj­ar­stjóra með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.

          Til­laga um að starfs­hóp­ur­inn kjósi sér formann felld með þrem­ur at­kvæð­um.

           

          Vísað til næsta fund­ar bæj­ar­stjórn­ar að hún til­nefni full­trúa í nefnd­ina.

           

          • 5. Er­indi Málefl­is varð­andi tal­þjálf­un barna og ung­linga201009076

            Til máls tóku: JJB, HSv og HS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

            Jafn­framt verði fram­kvæmda­stjór­an­um fal­ið að upp­lýsa fræðslu­nefnd um er­ind­ið.

            • 6. Fund­ur með fjár­laga­nefnd Al­þing­is haust­ið 2010201009106

              Til máls tóku: HS, JJB, HSv og BH.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­búa fund með fjár­laga­nefnd og bæj­ar­ráði

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30