Mál númer 201008394
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Vísun frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 544. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HSv, JJB og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar vegna breytingar á reglum um frístundasel og systkinaafslátt.<BR>Ég mótmæli harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru vegna breytingar á reglum um frístundasel og systkinaafslátt. Í tillögunum sem lagðar voru fyrir bæjarráð voru engar upplýsingar um fjárhagsleg áhrif breytinganna. Ekki kom fram hvenær ætlunin væri að breytingarnar tækju gildi og því eðlilegt að álykta að það yrði í upphafi nýs fjárhagsárs. Á fundinum kom fram að breytingarnar eru áætlaðar á miðri yfirstandandi námsönn. Geta breytingarnar því raskað áætlunum þeirra foreldra sem skráð hafa börn sín. Munnlegri tillögu minni í bæjarráði um að óska eftir umsögn fræðslunefndar var hafnað með þeim ummælum að um gjaldskrármál væri að ræða sem bæjarráð færi með og að dráttur á afgreiðslu stefni fjárhagsáætlun ársins í uppnám. Það er að mínu mati móðgun við bæjarráð að stilla ráðinu upp við vegg með þessum hætti að ekki gefist tími til faglegrar umfjöllunar um málið. Ég er jafnframt ósammála því að nefndir bæjarins séu ekki umsagnaraðilar um gjaldskrár á viðkomandi sviði þar sem tengsl milli fjárhags annars vegar og faglegrar stefnumörkunar og þjónustu hins vegar eru órjúfanleg. Vegna þessa sit ég hjá við afgreiðslu þessa máls.<BR></DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun D- og V-lista.</DIV><DIV>Bæjarráð hefur með fjármál og gjaldskrármál að gera og því var það tekið fyrir og afgreitt þar. Þegar hefur verið fjallað um málið í fræðslunefnd án athugasemda.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun M-lista.</DIV><DIV>M-listi tekur undir mótmæli S-lista vegna vinnubragða við breytingar á systkinaafslætti.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 996. fundar bæjarráðs samþykkt á 544. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.</DIV><DIV>Bæjarfulltrúi S-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 12. október 2010
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #242
Vísun frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd
Breytingar kynntar.
- 7. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #996
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JS, JJB, BH, HSv og KT.</DIV><DIV>Samþykkt með tveimur atkvæðum framlagðar tillögur um breytingar á systkinaafslætti og reglum um frístundasel og jafnframt að erindinu verði vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>