Mál númer 201006171
- 1. júlí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #985
Dagskrárbeiðni frá bæjarráðsmanni Þórði Birni Sigurðssyni.
Til máls tóku: HSv, HBA, BJó, KT og KGÞ.
Umræður fóru fram um erindið sem var á dagskrá bæjarstjórnarfundar í gærdag.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
Dæmin sýna að full þörf er á vinnureglum um heimasíðu bæjarfélagsins með tilliti til fréttaflutnings. Skýr mörk þurfa að vera á milli stjórnsýslu annars vegar og flokkspólitíkur hins vegar. Hugsanlega mætti búa til svæði inn á heimasíðu bæjarins fyrir pólitísk öfl í bænum þar sem þau geta verið með sínar pólitísku skýringar og túlkanir.
Fulltrúar V og D lista benda á að þegar hafa verið tekin ákvörðun um í tengslum við vinnu við lýðræðisstefnu bæjarins verði mótuð skýrari stefna um vefsvæði Mosfellsbæjar.
- 30. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #539
Til máls tóku: ÞBS, HSv, JS, KT og KGÞ.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 30. Júní 2010.
<BR>Mál þetta var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Í umræðunni kom meðal annars fram að umrædd fréttatilkynning var send út af kynningarstjóra að fengnum fyrirmælum bæjarstjóra. Því er ljóst að bæjarstjóri ber höfuðábyrgð á málinu. Í þessu samhengi gerði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála að umtalsefni og lýsti því yfir að í þessu máli hafi þau verið í besta falli óljós. Málið undirstrikar nauðsyn þess að ráða bæjarstjóra á faglegum forsendum en ekki pólitískum.
Þórður Björn Sigurðsson. <BR>
Bókun D og V lista vegna bókunar íbúahreyfingarinnar.
Umrædd fréttatilkynning um samstarf Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Mosfellsbæjar var gerð af fulltrúum þessara flokka og á ábyrgð beggja flokkanna. Margoft hefur komið fram að fyrir mistök var tilkynningin send út í nafni Mosfellsbæjar. Viðkomandi starfsmaður hefur beðið afsökunar á þeim mistökum, m.a. á bæjarstórnarfundi. Það vekur undrun að íbúahreyfingin skuli bóka ákúrur á starfsmenn bæjarfélagsins á hlutum sem beðist hefur verið velvirðingar á. Vekur það upp spurningar um áherslur og forgangsröðun framboðsins til handa bæjarbúum.
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar.
Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um birtingu fréttatilkynningar um meirihlutastarf tel ég að nauðsynlegt sé að forma reglur um fréttir á heimasíðu bæjarins. Með þeim hætti verði gerð glögg skil á milli stjórnsýslu bæjarins og flokkspólotískra starfa flokka sem í bæjarstjórn sitja.
Jónas Sigurðsson.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar vill leiðrétta þann misskilning að um ákúrur á starfsmenn bæjarins sé að ræða af hálfu Íbúahreyfingarinnar. Ítrekað er að málið snýst um nauðsyn þess að skilja á milli stjórnmála og stjórnsýslu.<BR>Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hvetur til þess að þeim aðilum sem barst umrædd fréttatilkynning verði send leiðrétting, líkt og fram kemur í nýlegu erindi Íbúahreyfingarinnar til kynningarstjóra. Í framhaldi móti Mosfellbær sér stefnu í umræddum málaflokki. Fulltrúi Íbúhreyfingarinnar lýsir sig reiðubúinn til að koma að þeirri vinnu.
Þórður Björn Sigurðsson.
- 16. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #538
Þórður Björn Sigurðsson bæjarfulltrúi M lista óskaði eftir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: ÞBS, JS, HS, BH, KT og KGÞ.
Þórður Björn gerði að umtalsefni fréttatilkynningu sem send var út í dag af forstöðumanni kynningarmála Mosfellsbæjar þar sem vísað var í samskipti milli stjórnmálasamtaka í bænum án þess þó að stjórnmálasamtökum sem í hlut áttu hafi gefist tækifæri til þess að koma að sjónarmiðum sínum.
Forseti gaf forstöðumanni kynningarmála Sigríði Dögg Auðunsdóttur, sem stödd var á fundinum, kost á því að útskýra hvernig hennar aðkoma hafi verið að útsendingu fréttatilkynningarinnar.
Bókun bæjarfulltrúa M lista.
Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í málinu af hálfu Mosfellsbæjar og vonar að slíkt muni aldrei endurtaka sig.
Þórður Björn Sigurðsson bæjarfulltrúi M lista.