Mál númer 200804287
- 13. ágúst 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #494
Afgreiðsla 887. fundar bæjarráðs staðfest á 494. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 26. júní 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #887
Ráðning skólastjóra Lágafellsskóla samþykkt með þremur atkvæðum.
- 18. júní 2008
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #205
Á fundinum var lögð fram umsögn bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviðs þar sem fram kemur eftirfarandi: %0D%0D"Á grundvelli ráðningarviðtala, umsókna einstaklinga, gagna ráðgjafa frá Capacent (...), er það niðurstaða bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslusviðs að mæla með Efemíu Gísladóttur, deildarstjóra við Hvolsskóla, í skólastjórastarf Lágafellsskóla. %0D %0DEfemía hefur menntun, reynslu og hæfileika sem hún hefur nýtt til framsækins skólastarfs. Hún hefur stjórnunarhæfileika, sérstaka hæfni til samstarfs, metnað og áhuga á skólaþróun í samræmi við kröfur sem gerðar eru til skólastjórnenda Lágafellsskóla. Efemía Gísladóttir telst hæfust úr hópi umsækjenda til að stýra áframhaldandi uppbyggingu Lágafellsskóla að mati undirritaðra."%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Efemía Gísladóttir verði ráðin skólastjóri Lágafellsskóla.