Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. júní 2008 kl. 18:15,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Skóla­stjórastaða í Lága­fells­skóla200804287

      Á fund­in­um var lögð fram um­sögn bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra sviðs þar sem fram kem­ur eft­ir­far­andi: %0D%0D"Á grund­velli ráðn­ing­ar­við­tala, um­sókna ein­stak­linga, gagna ráð­gjafa frá Capacent (...), er það nið­ur­staða bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að mæla með Efemíu Gísla­dótt­ur, deild­ar­stjóra við Hvols­skóla, í skóla­stjórast­arf Lága­fells­skóla. %0D %0DEfemía hef­ur mennt­un, reynslu og hæfi­leika sem hún hef­ur nýtt til fram­sæk­ins skólastarfs. Hún hef­ur stjórn­un­ar­hæfi­leika, sér­staka hæfni til sam­starfs, metn­að og áhuga á skóla­þró­un í sam­ræmi við kröf­ur sem gerð­ar eru til skóla­stjórn­enda Lága­fells­skóla. Efemía Gísla­dótt­ir telst hæf­ust úr hópi um­sækj­enda til að stýra áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Lága­fells­skóla að mati und­ir­rit­aðra."%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að Efemía Gísla­dótt­ir verði ráð­in skóla­stjóri Lága­fells­skóla.

      • 2. Ís­lensku mennta­verð­laun­in 2008200804080

        Fundurinn fer fram í framhaldi bæjarstjórnarfundar - tímasetning með fyrirvara um að bæjarstjórnarfundi verðið lokið.

        For­seti Ís­lands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son af­henti Ís­lensku mennta­verð­laun­in við há­tíð­lega at­höfn í Lága­fells­skóla 3. júní sl. Í flokki ungra kenn­ara hlaut verð­laun kenn­ari úr Varmár­skóla, Halldór B. Ívars­son sem starfað hef­ur í Varmár­skóla frá ár­inu 1999. Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir m.a.: %0D%0D„Halldór nýt­ur virð­ing­ar og trausts sam­starfs­manna, ekki síst fyr­ir hæfi­leik­ann til að setja sig í ann­arra spor og leita sam­eig­in­legra lausna á við­fangs­efn­um. Halldór er verð­ug­ur full­trúi ungra kenn­ara. Með elju­semi legg­ur hann alúð við sér­hvert verk með hag og vel­ferð nem­enda að leið­ar­ljósi.“%0D%0DFræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar ósk­ar Hall­dóri og Varmár­skóla inni­lega til ham­ingju með þessa við­ur­kenn­ingu sem og Lága­fells­skóla til ham­ingju með glæsi­legt kvöld í alla staði. Við­ur­kenn­ing þessi er skólastarfi í Mos­fells­bæ til mik­ils sóma.%0D%0D

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15