Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. maí 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Mennta­mála­ráðu­neyt­is varð­andi til­nefn­ingu full­trúa í bygg­ing­ar­nefnd fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ200804315

      Frestað á 879. fundi bæjarráðs.

      Bæj­ar­ráð legg­ur til að full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar í bygg­ing­ar­nefnd fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ verði bæj­ar­stjóri og fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.%0D

      • 2. Er­indi Flug­klúbbs­ins varð­andi lóð­ar­leigu­samn­ing fyr­ir Flug­klúbbs­svæð­ið200708174

        Áður á dagskrá 839. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið.

        Bæj­ar­ráð legg­ur til að geng­ið verði frá lóð­ar­leigu­samn­ingi við Flug­klúbbs­svæð­ið á grund­velli fram­lagðs sam­komu­lags með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.

        • 3. Er­indi Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi að­stöðu við Varmár­völl200803187

          Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar ramkvæmdastjóra menningarsviðs var óskað. Umsögnin hans er hjá lögð.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að verða við til­lögu fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs um lausn á að­stöðu við Varmár­völl á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs.

          • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um skrán­ingu og mat fast­eigna200804212

            Áður á dagskrá 877. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir hjálagt.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir fram­lagða um­sögn og hún verði send Al­þingi.

            Almenn erindi

            • 5. Um­sókn um laun­að náms­leyfi200805038

              Bæj­ar­ráð legg­ur til að um­beð­ið leyfi verði sam­þykkt.

              • 6. Bréf frá Sam­göngu­ráðu­neyti til Vega­gerð­ar v. út­boð á tvö­föld­un Suð­ur­lands- og Vest­ur­lands­veg­ar200704118

                Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs sat fund­inn þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir. Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir at­huga­semd­ir fram­kvæmda­stjór­ans við frumdrög Vega­gerð­ar rík­is­ins vegna Hring­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Reykja­veg­ar og bæta við þær at­huga­semd­ir sem fram komu á fund­in­um.

                • 7. Leik- og grunn­skóli fyr­ir eins til níu ára börn í Leir­vogstungu - und­ir­bún­ing­ur200804185

                  Erindinu er vísað til bæjarráðs frá fræðslunefnd.

                  Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs sat fund­inn þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir.%0D%0DLagt fram minn­is­blað frá fram­kvæmda­stjór­um fræðslu­sviðs og um­hverf­is­sviðs varð­andi til­lögu um út­boðs­ferli með þeim breyt­ing­um sem fram komu í fræðslu­nefnd.%0D%0DBæj­ar­ráð stað­fest­ir fram­lagt minn­is­blað og legg­ur til að vinnu­hóp­ur sem ætlað er að halda utan um sam­keppnisvið­ræð­ur verði fram­kvæmda­stjór­ar fræðslu­sviðs og um­hverf­is­sviðs ásamt að­keypt­um verk­fræði­ráð­gjafa.

                  • 8. Er­indi Mál­rækt­ar­sjóðs varð­andi til­nefn­ingu í full­trúaráð200805022

                    Bæj­ar­ráð legg­ur til að full­trúi Mos­fells­bæj­ar í full­trúaráð Mál­rækt­ar­sjóðs verði fram­kvæmd­ar­stjóri fræðslu­sviðs.

                    • 9. Er­indi Fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­is varð­andi dag barns­ins200805037

                      Lagt fram og vísað til fjöl­skyldu­nefnd­ar og fræðslu­nefnd­ar. Jafn­framt verði leik- og grunn­skól­ar upp­lýst­ir nú þeg­ar um dag barns­ins.

                      • 10. Árs­reikn­ing­ur 2007200711034

                        Ársreikningurinn er í yfirlestri og verður sendur (tengdur á fundargátt) eða í síðasta lagi afhentur á bæjarráðsfundinum.

                        Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri sat fund­inn þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir.%0D%0DRædd drög að árs­reikn­ingi.

                        • 11. Trún­að­ar­mál.200805018

                          Bæj­ar­ráð stað­fest­ir fram­lagt sam­komulag, dag­sett 2. maí, 2008.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00