8. maí 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Menntamálaráðuneytis varðandi tilnefningu fulltrúa í byggingarnefnd framhaldsskóla í Mosfellsbæ200804315
Frestað á 879. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til að fulltrúar Mosfellsbæjar í byggingarnefnd framhaldsskóla í Mosfellsbæ verði bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfissviðs.%0D
2. Erindi Flugklúbbsins varðandi lóðarleigusamning fyrir Flugklúbbssvæðið200708174
Áður á dagskrá 839. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið.
Bæjarráð leggur til að gengið verði frá lóðarleigusamningi við Flugklúbbssvæðið á grundvelli framlagðs samkomulags með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
3. Erindi Aftureldingar varðandi aðstöðu við Varmárvöll200803187
Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar ramkvæmdastjóra menningarsviðs var óskað. Umsögnin hans er hjá lögð.
Bæjarráð samþykkir að verða við tillögu framkvæmdastjóra menningarsviðs um lausn á aðstöðu við Varmárvöll á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna200804212
Áður á dagskrá 877. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir hjálagt.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn og hún verði send Alþingi.
Almenn erindi
5. Umsókn um launað námsleyfi200805038
Bæjarráð leggur til að umbeðið leyfi verði samþykkt.
6. Bréf frá Samgönguráðuneyti til Vegagerðar v. útboð á tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar200704118
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs sat fundinn þegar málið var tekið fyrir. Bæjarráð tekur undir athugasemdir framkvæmdastjórans við frumdrög Vegagerðar ríkisins vegna Hringvegar milli Skarhólabrautar og Reykjavegar og bæta við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum.
7. Leik- og grunnskóli fyrir eins til níu ára börn í Leirvogstungu - undirbúningur200804185
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá fræðslunefnd.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs sat fundinn þegar málið var tekið fyrir.%0D%0DLagt fram minnisblað frá framkvæmdastjórum fræðslusviðs og umhverfissviðs varðandi tillögu um útboðsferli með þeim breytingum sem fram komu í fræðslunefnd.%0D%0DBæjarráð staðfestir framlagt minnisblað og leggur til að vinnuhópur sem ætlað er að halda utan um samkeppnisviðræður verði framkvæmdastjórar fræðslusviðs og umhverfissviðs ásamt aðkeyptum verkfræðiráðgjafa.
8. Erindi Málræktarsjóðs varðandi tilnefningu í fulltrúaráð200805022
Bæjarráð leggur til að fulltrúi Mosfellsbæjar í fulltrúaráð Málræktarsjóðs verði framkvæmdarstjóri fræðslusviðs.
9. Erindi Félags- og tryggingamálaráðuneytis varðandi dag barnsins200805037
Lagt fram og vísað til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar. Jafnframt verði leik- og grunnskólar upplýstir nú þegar um dag barnsins.
10. Ársreikningur 2007200711034
Ársreikningurinn er í yfirlestri og verður sendur (tengdur á fundargátt) eða í síðasta lagi afhentur á bæjarráðsfundinum.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri sat fundinn þegar málið var tekið fyrir.%0D%0DRædd drög að ársreikningi.
11. Trúnaðarmál.200805018
Bæjarráð staðfestir framlagt samkomulag, dagsett 2. maí, 2008.