Mál númer 200708259
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Til máls tókur: HBA, HP og HS.%0DAfgreiðsla 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Til máls tókur: HBA, HP og HS.%0DAfgreiðsla 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 18. september 2007
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #121
Greint var frá breytingum á starfsemi frístundaselja, en lagt hefur verið til að ÍTÓM taki alfarið við rekstri og starfsemi frístundasels grunnskólabarna í Varmárskóla. Lágafellsskóli mun eftir sem áður sjá um stjórnun og skipulag frístundasels á vestursvæði.%0D%0DÞá var rætt um upphaf starfsemi skóla- og frístundaselja og nefnt að bæta þyrfti forskráningu í skóla- og frístundasel. Þá var rætt um að tilboð frá tómstundafélögum til þessa aldurshóps taki fyrr til starfa á haustin.
- 4. september 2007
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #187
Fræðslunefndin skoðaði nýbygginguna sem er risin við Lágafellsskóla svo og frístundaselið og leikskóladeildina þar í upphafi fundar. Til máls tóku: HS, ASG, HJ, GDA, EH, SJ, GA, GMS, AKG. Rætt um starfsmannavanda í frístundaseljum nú á haustdögum. Ekki hefur tekist að ráða í allar stöður, verið er að auglýsa eftir fólki. Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggjum sínum vegna starfsmannaeklunnar. Skólaskrifstofu er falið að vinna að lausn málsins í samvinnu við skólastjórnendur og ÍTOM. Meðal þess sem athuga þarf er hvort nauðsynlegt sé að takmarka fjölda barna meðan ekki næst að ráða í allar stöður.