Mál númer 200703212
- 23. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #467
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2006, síðari umræða.%0D%0DForseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikninginn, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.%0D%0DForseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar.%0D%0DÁ fundinn var mættur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson (HHS).%0D%0DTil máls tóku: RR, JS, HSv og HS.%0D%0D%0DGreinargerð bæjarfulltrúa D og V lista með ársreikningi 2006.%0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar 2006 hefur verið lagður fram og niðurstöður hans sýna mjög góða rekstrarniðurstöðu. Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 191 mkr. samanborið við 95 mkr. jákvæða áætlaða afkomu í fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A – og B hluta bæjarsjóðs er jákvæð um 130 mkr í samanborið við 61 mkr. jákvæða áætlaða afkomu í fjárhagsáætlun.%0DVeltufé var jákvætt um mkr. 531 eða 16 % af tekjum og telst afar góð staða. Eiginfjárstaða batnar og er eiginfjárhlutfall A-hluta nú um 30%.%0D%0DÁrsreikningur 2006 er árangur fjámálastefnu sem byggist á metnaði, samvinnu, trausti, aðhaldi og hagræðingu. Metnaðurinn er fólginn í því að leggja fram raunsæjar áætlanir og skapa skilyrði til þess að þeim sé fylgt. Aðhald og hagræðing eru fólgin í því m.a. að forstöðumenn hafa haft fjárhagslegt sjálfstæði til að ákveða innan áætlunar ráðstöfun fjár og hafa því getað tekið mið af markmiðum og þörfum sinnar stofnunar.%0D%0DÁherslur og vinnubrögð, sem felast í samvinnu og samábyrgð forstöðumanna sviða, stofnana og stjórnenda bæjarins ásamt aðhaldi í rekstri Mosfellsbæjar, skila bæjarbúum ávinningi og árangri, það sýnir ársreikningur 2006 sem og ársreikningar undangenginna ára. %0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar árið 2006 sýnir góða niðurstöðu og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn. Þáttur starfsmanna Mosfellsbæjar er ómetanlegur í þeim árangri og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. %0D%0D%0DBókun S og B lista vegna ársreiknings 2006.%0D%0DÞað ber að gleðjast yfir jákvæðri afkomu sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningnum. Jafnframt ber að þakka forstöðumönnum sviða og stofnana hversu vel þeir halda sig innan ramma fjárhagsáætlunar þó naumt sé skammtað.%0DYtri efnhagslegar aðstæður hafa verið rekstri sveitarfélaga afar hagstæðar á undanförnum árum. Jákvæð niðurstaða ársreikningsins skapast að stærstu leyti af auknum skatttekjum, þjónustutekjum, framlögum úr jöfnunarsjóði og sölu byggingaréttar.%0DVegna ört batnandi fjárhagsstöðu bæjarfélagsins m.a. af ofantöldum ástæðum er það löngu tímabært að slaka á klónni gagnvart fjárveitingum til stofnanna bæjarins einkum hvað varðar grunnskólana sem og að huga að lækkun þjónustugjalda sérstaklega hvað varðar barnafólk og elli- og örorkulífeyrisþega.%0DFulltrúar minnihlutans vísa að öðru leyti til bókunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2006 á fundi bæjarstjórnar 20. september 2006.%0D%0D%0DForseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :%0D%0DRekstrarreikningur 1. 1. – 31. 12. 2006%0DRekstrartekjur: 3.207,6 mkr.%0DRekstrargjöld: 2.793,7 mkr.%0DFjármagnsliðir: 279,6 mkr.%0DRekstrarniðurstaða: 129,6 mkr.%0D%0DEfnahagsreikningur 31. 12. 2006%0DEignir: 6.048,2 mkr.%0DEigið fé: 1.969,8 mkr.%0DSkuldir og skuldbindingar: 4.078,4 mkr.%0D
- 9. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #466
Ársreikningur fyrir árið 2006 lagður fram til kynningar í bæjarráði. Eins og segir í minnisblaði fjármálastjóra verður reikningurinn sendur bæjarráðsmönnum þann 2. maí nk.
Afgreiðsla 822. fundar bæjarráðs, staðfest á 466. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #466
Ársreikningur fyrir árið 2006 lagður fram til kynningar í bæjarráði. Eins og segir í minnisblaði fjármálastjóra verður reikningurinn sendur bæjarráðsmönnum þann 2. maí nk.
Afgreiðsla 822. fundar bæjarráðs, staðfest á 466. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #466
Efni: Varðandi opinbera birtingu ársreiknings 2006 200703212%0D%0DMeðfylgjandi eru gögn vegna ársreiknings 2006:%0D• Ársreikningur 2006%0D• Sundurliðun ársreiknings 2006%0D• Skýrsla um endurskoðun á ársreikningi 2006%0D%0DMosfellsbær er útgefandi verðbréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands hf og gengst sveitarfélagið undir ýmsar skuldbindingar vegna þess. Kauphöll hefur verið tilkynnt að fyrirhugað sé að ársreikningurinn verði birtur á bæjarstjórnarfundi 9. maí n.k. %0D%0DÍ ljósi þess skal ársreikningurinn meðhöndlaður sem vinnuskjal (trúnaðarmál) fram að umfjöllun í bæjarstjórn svo tryggt sé að allir aðilar fái vitneskju um hann á sama tímapunkti. %0D%0DÁrsreikningurinn og fylgiskjöl með honum skulu meðhöndlast sem trúnaðarmál %0Dfram að bæjarstjórnarfundi kl. 16:30 miðvikudaginn 9. maí.%0D
Forseti gaf Haraldi Sverrissyni bæjarfulltrúa orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2006.%0DHaraldur Sverrisson færði að lokum öllum starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir hve vel gekk á árinu að halda fjárhagsáætlun og skoðunarmönnum reikninga og endurskoðendum þakkir fyrir vel unnin störf við að undirbúa og ganga frá þessum ársreikningi. %0DForseti tók undir þakkir til starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf svo og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.%0D%0DÁ fundinn mætti löggiltur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson og fór hann yfir endurskoðunarskýrslu sem fyrir fundinum lá en undir hana hafa bæði löggiltir endurskoðendur og skoðunarmenn ritað.%0D%0DTil máls tóku: HHS, JS og HSv.%0D%0DSamþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.
- 3. maí 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #822
Ársreikningur fyrir árið 2006 lagður fram til kynningar í bæjarráði. Eins og segir í minnisblaði fjármálastjóra verður reikningurinn sendur bæjarráðsmönnum þann 2. maí nk.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir helstu niðurstöður ársreiknings Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 og útskýrðu helstu atriði hans.%0D%0DTil máls tóku: RR, PJL, JS og SÓJ.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn.