3. maí 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur 2006200703212
Ársreikningur fyrir árið 2006 lagður fram til kynningar í bæjarráði. Eins og segir í minnisblaði fjármálastjóra verður reikningurinn sendur bæjarráðsmönnum þann 2. maí nk.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir helstu niðurstöður ársreiknings Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 og útskýrðu helstu atriði hans.%0D%0DTil máls tóku: RR, PJL, JS og SÓJ.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Lánastýring200704184
Fram er lagt minnisblað fjármálastjóra varðandi lánastýringu fyrir Mosfellsbæ.
Til máls tóku: PJL, JS, HSv, SÓJ, RR og MM.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að gera ráðstafanir til að verjast gengisbreytingum í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi frá Mörkin lögmannsstofa hf varðandi gatnagerð við Reykjahvol200704053
Til máls tóku: RR, SÓJ, RR, JS og SÓJ. %0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar.
4. Erindi vegna niðurgreiðslu til foreldra ungra barna200704156
Til máls tóku: HSv, RR, KT, JS og MM.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að eiga fund með bréfriturum eins og óskað er.
5. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur200704187
Lagt fram og sent skipulags- og byggingarnefnd til kynningar.