Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. janúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins um um­hverf­is­mat Sam­göngu­áætlun­ar 2007-2018.200610041

      Áður á dagskrá 796. fundar bæjarráðs. Umsögn bæjarverkfræðings liggur fyrir.%0D

      Til máls tóku: RR, HS og JS.%0DLagt fram.

      • 2. Er­indi For­eldra­fé­lags Lága­fells­skóla v. lýs­ingu á göngu­leið­um að Lága­fells­skóla og al­mennt um­ferðarör­yggi200701107

        Áður á dagskrá 809. fundar bæjarráðs. Umsögn bæjarverkfræðings liggur fyrir.

        Til máls tóku: RR, HS, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­verk­fræð­ingi að finna lausn sem trygg­ir ör­yggi skóla­barna úr Þrast­ar­höfða að Lága­fells­skóla og íþróttamið­stöð­inni þar til göngu­brú verð­ur til­bú­in. Jafn­framt verði þrýst á að Orku­veit­an ljúki út­tekt sinni á lýs­ingu og birtu­stigi við göngu­stíga.

        Almenn erindi

        • 3. Þriggja ára áætlun 2008-2010200612184

          Lögð er fram 3ja ára átlun Mosfellsbæjar árin 2008-2010.

          Til máls tóku: RR, JS, og MM.%0DBæj­ar­stjóri fór yfir helstu at­riði í þriggja ára áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2008 - 2010.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa þriggja ára áætl­un­inni til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu.

          • 4. Er­indi UMFA varð­andi styrk til knatt­spyrnu­deild­ar vegna æf­inga­að­stöðu200701164

            Óskað er eftir styrk vegna æfingaaðstöðu fyrir meistaraflokk.

            Til máls tóku: RR, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við ósk að­al­stjórn­ar UMFA f.h. knatt­spyrnu­deild­ar um styrk að upp­hæð 100 þús krón­ur enda rúm­ast styrk­ur­inn inn­an gild­andi fjár­hags­áætl­un­ar sviðs­ins.

            • 5. Er­indi Stróks v. mat á um­hverf­isáhrif­um efnis­töku í Hrossa­dal og breyt­ingu á að­al­skipu­lagi200701169

              Fyrirtækið Strókur ehf. óskar aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal.

              Til máls tóku: RR, JS, MM og HS.%0DLagt fram. Jafn­framt verði er­ind­ið sent til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

              • 6. Ósk Heil­brigðis­eft­ir­lits um þátt­töku við að kosta rann­sókn á Hafra­vatni200701171

                Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar eftir kostnaðarþáttöku vegna rannsókna á Hafravatni.

                Til máls tóku: RR, MM, JS og HS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styrkja rann­skókn á Hafra­vatni um 1,5 millj. króna og verði upp­hæð­in ekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

                • 7. Gatna­gerð í Bröttu­hlíð200701181

                  Bæjarverkfræðingur óskar eftir heimild til útboðs vegna gatnagerðar í Bröttuhlíð.

                  Til máls tóku: MM og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­verk­fræð­ingi að bjóða út gatna­gerð við Bröttu­hlíð.

                  • 8. Um­sagn­ar­beiðni frá Skipu­lags­stofn­un v. matsáætlun há­spennu­línu frá Hell­is­heiði að Straumsvík200701183

                    Óskað er umsagnar vegna háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík.

                    Til máls tóku: RR, HS, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa um­sagn­ar­beiðn­inni til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                    • 9. Er­indi Sam­bands ísl.sveit­ar­fé­laga varð­andi Brann­punkt Nor­den 2007200701188

                      Lagt fram. Jafn­framt sam­þykkt að vísa er­ind­inu til fræðslu­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

                      • 10. Út­boð á sorp­hirðu200701236

                        Óskað er heimildar til útboðs á sorphirðu.

                        Til máls tóku: RR, JS og HS.%0DFrestað.

                        • 11. Er­indi Sam­bands ísl.sveit­ar­fé­laga varð­andi stofn­un Lands­sam­taka land­eig­enda200701243

                          í ráði er stofnun Landssambands landeigend, tilgangur er hagsmunagæsla í svokölluðu Þjóðlendumáli. Afstaða óskast til þess hvort Mosfellsbær vill verða meðal stofnenda félagsins.

                          Til máls tók: RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka þátt í stofn­un Lands­sam­taka land­eig­enda.

                          • 12. Er­indi Ístaks hf og Leir­vogstungu ehf varð­andi veg­teng­ing­ar200701246

                            Erindi Ístaks hf. og Leirvogstungu ehf. þar sem óskað er liðssinnis varðandi vegtengingar.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                            • 13. Er­indi Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar varð­andi styrk200701247

                              Óskað er styrks vegna rekstrarársins 2007.

                              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45