25. janúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Samgönguráðuneytisins um umhverfismat Samgönguáætlunar 2007-2018.200610041
Áður á dagskrá 796. fundar bæjarráðs. Umsögn bæjarverkfræðings liggur fyrir.%0D
Til máls tóku: RR, HS og JS.%0DLagt fram.
2. Erindi Foreldrafélags Lágafellsskóla v. lýsingu á gönguleiðum að Lágafellsskóla og almennt umferðaröryggi200701107
Áður á dagskrá 809. fundar bæjarráðs. Umsögn bæjarverkfræðings liggur fyrir.
Til máls tóku: RR, HS, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að finna lausn sem tryggir öryggi skólabarna úr Þrastarhöfða að Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðinni þar til göngubrú verður tilbúin. Jafnframt verði þrýst á að Orkuveitan ljúki úttekt sinni á lýsingu og birtustigi við göngustíga.
Almenn erindi
3. Þriggja ára áætlun 2008-2010200612184
Lögð er fram 3ja ára átlun Mosfellsbæjar árin 2008-2010.
Til máls tóku: RR, JS, og MM.%0DBæjarstjóri fór yfir helstu atriði í þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2008 - 2010.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa þriggja ára áætluninni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
4. Erindi UMFA varðandi styrk til knattspyrnudeildar vegna æfingaaðstöðu200701164
Óskað er eftir styrk vegna æfingaaðstöðu fyrir meistaraflokk.
Til máls tóku: RR, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við ósk aðalstjórnar UMFA f.h. knattspyrnudeildar um styrk að upphæð 100 þús krónur enda rúmast styrkurinn innan gildandi fjárhagsáætlunar sviðsins.
5. Erindi Stróks v. mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Hrossadal og breytingu á aðalskipulagi200701169
Fyrirtækið Strókur ehf. óskar aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal.
Til máls tóku: RR, JS, MM og HS.%0DLagt fram. Jafnframt verði erindið sent til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar til kynningar.
6. Ósk Heilbrigðiseftirlits um þátttöku við að kosta rannsókn á Hafravatni200701171
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar eftir kostnaðarþáttöku vegna rannsókna á Hafravatni.
Til máls tóku: RR, MM, JS og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að styrkja rannskókn á Hafravatni um 1,5 millj. króna og verði upphæðin ekin af liðnum ófyrirséð.
7. Gatnagerð í Bröttuhlíð200701181
Bæjarverkfræðingur óskar eftir heimild til útboðs vegna gatnagerðar í Bröttuhlíð.
Til máls tóku: MM og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út gatnagerð við Bröttuhlíð.
8. Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun v. matsáætlun háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík200701183
Óskað er umsagnar vegna háspennulínu frá Hellisheiði að Straumsvík.
Til máls tóku: RR, HS, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa umsagnarbeiðninni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
9. Erindi Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi Brannpunkt Norden 2007200701188
Lagt fram. Jafnframt samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar til kynningar.
10. Útboð á sorphirðu200701236
Óskað er heimildar til útboðs á sorphirðu.
Til máls tóku: RR, JS og HS.%0DFrestað.
11. Erindi Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi stofnun Landssamtaka landeigenda200701243
í ráði er stofnun Landssambands landeigend, tilgangur er hagsmunagæsla í svokölluðu Þjóðlendumáli. Afstaða óskast til þess hvort Mosfellsbær vill verða meðal stofnenda félagsins.
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að taka þátt í stofnun Landssamtaka landeigenda.
12. Erindi Ístaks hf og Leirvogstungu ehf varðandi vegtengingar200701246
Erindi Ístaks hf. og Leirvogstungu ehf. þar sem óskað er liðssinnis varðandi vegtengingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
13. Erindi Kvennaráðgjafarinnar varðandi styrk200701247
Óskað er styrks vegna rekstrarársins 2007.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.