14. september 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Umsókn um lóð undir sthapatya-ved hús/byggð200609021
Þessu erindi var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Erindi Sigurðar I.B.Guðmundssonar v.ósk um heilsársbúsetu og byggingarleyfi á Háeyri við Reykjalundarveg200608145
Þessu erindi var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, JS. KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
3. Ósk Skipulagsstofnunar um umsögn vegna efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals200608232
Óskað er eftir því að tekið verði á dagskrá sem 3. dagskrárerindi, erindi 200608232, umsögn bæjarverkfræðings og umhverfisnefndar.%0D
Til máls tóku: HSv, RR, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Almenn erindi
4. Erindi Löggarðs fh. leikskólakennara. Trúnaðarmál.200608243
Óskað er eftir því að tekið verði á dagskrá sem 4. dagskrárerindi, erindi 200608243, varðandi áskorun um afturköllun áminningar.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindi Löggarðs í samræmi við umræðum á fundinum.
5. Erindi Málhildar Sigurbjörnsdóttur v. leyfi til heilsársbúsetu í sumarhúsi200609064
Óskað er eftir leyfi til heilsársbúsetu og lögheimilisskráningar.
Til máls tóku: RR, JS, HSv, SÓJ, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar.
6. Lóð að Álafossvegi 12200510169
Mótmælt er afturköllun lóðarinnar að Álafossvegi 12 og talið að m.a. sé kominn á eignarréttur afnota.
Til máls tóku: RR, SÓJ og JS%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
7. Erindi Samband íslenskra sveitarfélaga v. lánasjóð sveitarfélaga200608241
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélags, þar sem sjóðurinn kynnir starfssemi sína.
Lagt fram.
8. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi200607122
Óskað er heimildar til gatnaframkvæmda við Bjargslund.
Til máls tóku: RR, JS og HSv. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfærðingi að undirbúa hönnun og í framhaldi af því útboð á gatnagerð við Bjargslund.
9. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 á lið 61-09 söluíbúðir minnisblað200609023
Lagt er til að horfið verði frá því að selja leiguíbúð Mosfellsbæjar eins og ráðgert hafði verið í gildandi fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við ósk fjölskyldunefndar um að hætta sölu íbúðar og jafnframt að vísa erindinu til bæjarstjórnar hvað varðar breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
10. Erindi Einars Jörundssonar v. umferðaröryggi barna í Leirutanga200609030
Erindi er varðar umferðaröryggi barna við Leirutanga.
Til máls tóku: HSv, KT og JS%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
11. Lágafellsskóli - breytingar á stjórnunarálmu200609035
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmd skv. minnisblaði bæjarverkfræðings enda rúmist framkvæmdin innan fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár.
12. Bréf frá Sorpu bs v/drög að þjónustusamningi.200609036
Sorpa bs. óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaganna varðandi drög að þjónustusamningi við Sorpu bs.
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða erindi Sorpu bs.
13. Bréf frá Landbúnaðarráðuneyti, skýrsla Votlendisnefndar.200609038
Landbúnaðarráðuneytið vekur athygli á skýrslu Votlendisnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar til kynningar.
14. Erindi Alþingis varðandi fjárlagaárið 2007200609047
Fjárlaganefnd gefur sveitarstjórnarmönnum kost á fundum.
Til máls tóku: RR, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa efnisatriði í samræmi við umræður á fundinum og óska eftir fundi með fjárlaganefnd.
15. Flóðlýsing gervigrasvallar við íþróttasvæðið Varmá.200609055
Óskað er heimildar til þess að ganga til samninga við lægstbjóðandi um flóðlýsingu gervigrasvallar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að ganga til samninga við lægstbjóðanda Metatron ehf. um flóðlýsingu fyrir nýjan gervigrasvöll við Varmá.
16. Umsókn um lóð f.h. Vífilfells200609063
Óskað er eftir lóð fyrir hönd Vífilfells hf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða erindið.