12. september 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Margrét Hjaltested yfirmaður fjölskyldudeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 á lið 61-09 söluíbúðir%0Dminnisblað200609023
Fjölskyldunefnd leggur til að endurskoðuð verði fjárhagsáætlun vegna deildar 61, lið 09 og fallið verði frá áætlun um sölu á félagslegri leiguíbúð, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 hagnaði vegna sölu á einni íbúð.%0DVísað til afgreiðslu bæjarráðs.%0DÁ fundinum lagði fulltrúi Samfylkingarinnar eftirfarandi tillögu fram. %0DSamkvæmt upplýsingum sem lagðar hafa verið fyrir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hefur umsækjendum á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði fjölgað milli áranna 2005 og 2006. Í desember 2005 voru sjö á biðlista og þrír á biðlista eftir flutningi í stærri íbúð. Í september 2006 eru fjórtán á biðlista og fimm á biðlista eftir flutningi í stærri íbúð. Í ljósi þessara staðreynda leggur Samfylkingin til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 verði gert ráð að Mosfellsbær festi kaup á fleiri íbúðum svo hægt verði að koma til móts við þá sem eru nú á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. %0D%0DÁ fundinum var ákveðið að fjalla nánar um tillöguna við gerð tillagna að fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldunefnd vegna ársins 2007.%0D %0D
2. Foreldrafélag Öskjuhlíðarskóla, beiðni um fjárveitingu til reksturs til sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn.200605329
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarráð að greiðslur vegna sumardvalar eða leikjanámskeiða barna á grunnskólaaldri verði greiddar af fræðslu- og menningarsviði samkvæmt ákveðnum reglum samkvæmt tillögu íþrótta- og tómstundanefndar. Þar verði t.a.m. gerð krafa um að til að unnt sé að afgreiða umsókn liggi fyrir nafn og aldur barns, ásamt dvalartíma og áætluðum kostnaði. Greiðslur vegna eldri barna verði afgreiddar af fjölskyldusviði í samræmi við ákvæði reglna Mosfellsbæjar um liðveislu fyrir fatlaða.%0D
3. Yfirlit yfir styrkumsóknir árið 2006200601336
Lagt fram
4. Erindi frá Samtökum um kvennaathvarf, beiðni um styrk200511270
Hafnað%0DFjölskyldunefnd bendir umsækjanda á að auglýst verði eftir styrkjum á haustmánuðum 2007 fyrir árið 2008.
5. Framkvæmdaleyfi vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ.200609032
Lagt fram
6. Forvarnir, umsókn um styrk í forvarnarsjóð200602021
kynnt%0DForvarnarfulltrúi fjölskyldusviðs mætti á fundinn og lagði fram áætlun um forvarnarstarf tímabilið september til desember 2006.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Félagslegar íbúðir200605152
Lagt er til umsækjanda málsr. 200605152 verði úthlutað íbúðinni að Hjallahlíð 25.%0DSamþykkt.%0D
20. Trúnaðarmálafundur - 425200608015F
Samþykkt.
21. Trúnaðarmálafundur - 426200608029F
Samþykkt