Mál númer 202209338
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Hugmynd um hönnunarsmiðju - innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 410. fundar fræðslunefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. september 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #410
Hugmynd um hönnunarsmiðju - innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla.
Innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla lagt fram. Fræðslunefnd fagnar frumkvæði og framsýni bréfritara. Hugmyndir um hönnunar og nýsköpunarsmiðju eru í takti við við stefnu allra flokka í bæjarstjórn um eflingu nýsköpunar og tækni í Mosfellsbæ með því að setja á stofn Fab Lab smiðju eða sambærilegt. Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa umfjöllun um útfærslu og umfang til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023 og jafnframt að vísa erindinu til umsagnar og greiningar á fræðslu- og frístundasviði.